Fótbolti

Lést í slysi eftir fót­bolta­leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki. Arne Dedert/Getty

Hræðilegt atvik átti sér stað eftir leik Lorient og Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar starfsmaður vallarins lést eftir að hafa fengið flóðljós yfir sig.

Franska blaðið L'Equipe greindi fyrst frá þessu í gær en nú hafa fleiri fjölmiðlar staðfest andlátið.

Atvikið gerðist tíu mínútum eftir leik. Starfsmaður vallarins varð þá undir flóðljósum þegar þau féllu til jarðar. Ekki er vitað hvers vegna flóðljósin féllu til jarðar.

Það var ljóst frá upphafi að eitthvað alvarlegt hefði átt sér stað því fjöldinn allur af starfsmönnum hópuðust að flóðljósunum og reyndu að hjálpa manninum. Þar á meðal þeir lögreglumenn sem voru til staðar á leikvanginum.

Það tókst því miður ekki að bjarga lífi mannsins en starfsmaðurinn var 38 ára gamall. Hann var sjálfboðaliði á heimaleikjum Lorient og lætur eftir sig þrjú börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×