Innlent

Vetrar­sól­stöður í dag og daginn fer að lengja á ný

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sólin er lágt á lofti þessa dagana en það eru bjartari tímar framundan.
Sólin er lágt á lofti þessa dagana en það eru bjartari tímar framundan. Vísir/Vilhelm

Vetrarsólstöður eru í dag og þar með stysti dagur ársins. Frá og með morgundeginum tekur því daginn að lengja.

Vetrarsólstöður eru í dag og þar með stysti dagur ársins. Frá og með morgundeginum tekur því daginn að lengja á ný.

Að því er fram kemur í umfjöllun á Stjörnufræðivefnum verða vetrarsólstöður klukkan 10:02 hér á norðurhveli Jarðar en á suðurhvelinu eru sumarsólstöður.

Í Reykjavík rís sólin klukkan 11:22 og sest klukkan 15:29. Það verður svo komið myrkur fljótlega en þetta þýðir að fullrar dagsbirtu nýtur aðeins við í fjórar klukkustundir og sjö mínútur.

Annars staðar á landinu, til að mynda á Vestfjörðum og Norðurlandi, er dagurinn enn styttri. Samkvæmt sólargangstöflu Veðurstofunnar rís sól til að mynda klukkan 12:11 í Bolungarvík og sest klukkan 14:52.

Á heimskautsbaug í Grímsey rís sól svo klukkan 12:03 en sest rúmum tveimur tímum síðar eða klukkan 14:17.

Á morgun verður dagurinn ellefu sekúndum lengri í Reykjavík og á gamlársdag verður hann orðinn um tveimur mínútum og fjörutíu sekúndum lengri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×