Hallbera: Hélt mögulega að þetta væri búið Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2020 09:30 Hallbera í leik gegn Svíum á Laugardalsvelli í undankeppni EM. vísir/vilhelm Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir því að leika í atvinnumennsku á nýjan leik. Vinstri bakvörðurinn segir jafn framt að umræðan í kringum íslenska kvennalandsliðið á dögunum hafi verið óvægin. Hallbera samdi við AIK í Stokkhólmi þar sem hún mun leika á næstu leiktíð en Hallbera hefur áður leikið í Svíþjóð. Hún er spennt fyrir því að fara aftur til Svíþjóðar en AIK er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni. „Ég þarf að búa mig undir það að þetta verður aðeins öðruvísi barátta en undanfarin ár þar sem ég hef verið í toppbaráttunni,“ sagði Hallbera í Sportpakkanum í gærkvöldi. Hallbera er á leið út í nám og þurfti því að finna sér lið í Stokkhólmi, sem tókst. Hún segir að í fyrsta skipti hafi fótboltinn verið í öðru sæti. „Þetta er eiginlega fyrsta ákvörðunin sem ég tek með fótboltann sem: Þetta reddast. Ég varð að finna mér lið í Stokkhólmi og sem betur fer voru einhverjir sem vildu fá mig. Það er ekkert sjálfgefið að hlaupa út í atvinnumennsku 34 ára gömul.“ Evrópumótinu kvenna, sem átti að fara fram á næsta ári, var frestað um eitt ár og fyrst um sinn hélt Hallbera þá að landsliðsferlinum hjá sér væri mögulega lokið. „Ég viðurkenni að fyrst þegar þessu móti var frestað þá hélt ég að þetta væri mögulega bara búið. Líkaminn er í góðu standi og ég er að halda í við hraða og annað. Meðan það er þannig þá finnst mér ég eiga fullt erindi í þetta enn þá.“ „Það er búið að vera rót á ýmsu tengdu landsliðinu og ég held að það sé öllu til góðs að þessu móti sé frestað.“ Jón Þór Hauksson lét af störfum sem landsliðsþjálfari á dögunum eftir atvik sem átti sér stað í fögnuði íslenska liðsins í Ungverjalandi. Hallbera sagði umræðuna óvægna. „Það var mikið af sögum og útskýringum sem voru ekki réttar. Það er erfitt að fylgjast með umræðu þegar hún er óvægin; bæði gagnvart þjálfaranum og leikmönnum.“ „Mér finnst umhugsunarefni að oft er ágætt að anda inn og út áður en maður tjáir sig um einhver svona málefni,“ sagði Hallbera. Klippa: Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir nýjum áskorunum Íslenski boltinn Valur KSÍ Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Hallbera samdi við AIK í Stokkhólmi þar sem hún mun leika á næstu leiktíð en Hallbera hefur áður leikið í Svíþjóð. Hún er spennt fyrir því að fara aftur til Svíþjóðar en AIK er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni. „Ég þarf að búa mig undir það að þetta verður aðeins öðruvísi barátta en undanfarin ár þar sem ég hef verið í toppbaráttunni,“ sagði Hallbera í Sportpakkanum í gærkvöldi. Hallbera er á leið út í nám og þurfti því að finna sér lið í Stokkhólmi, sem tókst. Hún segir að í fyrsta skipti hafi fótboltinn verið í öðru sæti. „Þetta er eiginlega fyrsta ákvörðunin sem ég tek með fótboltann sem: Þetta reddast. Ég varð að finna mér lið í Stokkhólmi og sem betur fer voru einhverjir sem vildu fá mig. Það er ekkert sjálfgefið að hlaupa út í atvinnumennsku 34 ára gömul.“ Evrópumótinu kvenna, sem átti að fara fram á næsta ári, var frestað um eitt ár og fyrst um sinn hélt Hallbera þá að landsliðsferlinum hjá sér væri mögulega lokið. „Ég viðurkenni að fyrst þegar þessu móti var frestað þá hélt ég að þetta væri mögulega bara búið. Líkaminn er í góðu standi og ég er að halda í við hraða og annað. Meðan það er þannig þá finnst mér ég eiga fullt erindi í þetta enn þá.“ „Það er búið að vera rót á ýmsu tengdu landsliðinu og ég held að það sé öllu til góðs að þessu móti sé frestað.“ Jón Þór Hauksson lét af störfum sem landsliðsþjálfari á dögunum eftir atvik sem átti sér stað í fögnuði íslenska liðsins í Ungverjalandi. Hallbera sagði umræðuna óvægna. „Það var mikið af sögum og útskýringum sem voru ekki réttar. Það er erfitt að fylgjast með umræðu þegar hún er óvægin; bæði gagnvart þjálfaranum og leikmönnum.“ „Mér finnst umhugsunarefni að oft er ágætt að anda inn og út áður en maður tjáir sig um einhver svona málefni,“ sagði Hallbera. Klippa: Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir nýjum áskorunum
Íslenski boltinn Valur KSÍ Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn