Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Sylvía Hall skrifar 20. desember 2020 07:58 Alexandria Ocasio-Cortez er situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hún er afar vinsæl á samfélagsmiðlum og leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með bólusetningarferlinu. Getty/Bloomberg Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. Þingkonan nýtur mikilla vinsælda á Instagram og er þar með rúmlega átta milljónir fylgjenda. Hún ákvað að sýna frá aðdraganda bólusetningarinnar á Instagram, leyfa fylgjendum sínum að spyrja spurninga og deila með sér vangaveltum. „Ég myndi aldrei nokkurn tíma biðja ykkur um að gera eitthvað sem ég væri ekki tilbúin til þess að gera sjálf,“ skrifar þingkonan við færsluna. Hún segist vilja auðvelda fylgjendum sínum að ákveða hvort þeir kjósi að fara í bólusetningu og lofar að deila með þeim hvernig henni líður dagana eftir bólusetninguna. View this post on Instagram A post shared by Alexandria Ocasio-Cortez (@aoc) Færslan inniheldur myndir og myndbönd þar sem má meðal annars sjá spurningalista sem þurfti að svara fyrir sprautuna og myndband af henni þar sem bóluefni Pfizer er sprautað í hana. Eftir sprautuna var hún, ásamt öðrum þingmönnum, látin bíða í korter til þess að athuga hvort efnið hefði einhver neikvæð áhrif á hana. „Stundum fær fólk hausverki eða svima eftir sprautur eða það að sjá blóð almennt, svo þetta er bara til öryggis,“ skrifaði þingkonan. Þá fór hún einnig yfir virkni bóluefnisins, mögulegar aukaverkanir og fleira. Jafnframt hvatti hún fylgjendur sína til þess að láta bólusetja sig jafnvel þó þeir hefðu nú þegar fengið kórónuveiruna þar sem ekki væri vitað hversu lengi mótefnið lifði í líkamanum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. 19. desember 2020 08:18 Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. 18. desember 2020 20:40 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Þingkonan nýtur mikilla vinsælda á Instagram og er þar með rúmlega átta milljónir fylgjenda. Hún ákvað að sýna frá aðdraganda bólusetningarinnar á Instagram, leyfa fylgjendum sínum að spyrja spurninga og deila með sér vangaveltum. „Ég myndi aldrei nokkurn tíma biðja ykkur um að gera eitthvað sem ég væri ekki tilbúin til þess að gera sjálf,“ skrifar þingkonan við færsluna. Hún segist vilja auðvelda fylgjendum sínum að ákveða hvort þeir kjósi að fara í bólusetningu og lofar að deila með þeim hvernig henni líður dagana eftir bólusetninguna. View this post on Instagram A post shared by Alexandria Ocasio-Cortez (@aoc) Færslan inniheldur myndir og myndbönd þar sem má meðal annars sjá spurningalista sem þurfti að svara fyrir sprautuna og myndband af henni þar sem bóluefni Pfizer er sprautað í hana. Eftir sprautuna var hún, ásamt öðrum þingmönnum, látin bíða í korter til þess að athuga hvort efnið hefði einhver neikvæð áhrif á hana. „Stundum fær fólk hausverki eða svima eftir sprautur eða það að sjá blóð almennt, svo þetta er bara til öryggis,“ skrifaði þingkonan. Þá fór hún einnig yfir virkni bóluefnisins, mögulegar aukaverkanir og fleira. Jafnframt hvatti hún fylgjendur sína til þess að láta bólusetja sig jafnvel þó þeir hefðu nú þegar fengið kórónuveiruna þar sem ekki væri vitað hversu lengi mótefnið lifði í líkamanum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. 19. desember 2020 08:18 Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. 18. desember 2020 20:40 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. 19. desember 2020 08:18
Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45
Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. 18. desember 2020 20:40