Innlent

Vatns­þrýstingur fer minnkandi í jarð­vegi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Aurskriðurnar sem hafa fallið hafa valdið gríðarlegum skemmdum.
Aurskriðurnar sem hafa fallið hafa valdið gríðarlegum skemmdum. Vísir/Egill

Vatnsþrýstingur hefur minnkað í jarðvegi á Seyðisfirði og útlit er fyrir að hreinsunarstarf geti hafist. Aðgerðarstjórn og samhæfingarstöðin hafa skipulagt björgunarstarf og gera nú áætlanir um hreinsun. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum og lögreglunni á Austurlandi. Neyðarstig almannavarna er enn í gildi á Seyðisfirði og íbúar hafa ekki enn snúið aftur.

Veðurstofa fer yfir gögn í kvöld og í fyrramálið vegna aurskriðanna en svæðið var skoðað með drónum í dag. Sprungur á milli Búðarár og Naustaklaufar á Seyðisfirði þar sem lítil aurskriða féll snemma í morgun voru skoðaðar í dag.

Þá fór gagnaöflun Veðurstofu, Vegagerðarinnar og Fjarðarbyggðar fram í dag við Oddskarðsveg. Verið er að vinna úr gögnum til að meta stöðuna en sprungur sem þar fundust í veginum gliðnuðu í gær og í morgun. Síðan þá hefur hægt á gliðnun og verið er að kanna af hverju vegurinn er að gliðna. Því er ekki óhætt að aflétta rýmingu að sinni á Eskifirði. Hún mun því gilda til hádegis á morgun í það minnsta.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“

Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×