Fótbolti

Alfons og félagar kláruðu tímabilið með glæsibrag - Valdimar og Ari lausir við falldrauginn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfons Sampsted

Alfons Sampsted og félagar hans í norska úrvalsdeildarliðinu Bodo/Glimt voru langbestir í Noregi á leiktíðinni sem nú er að ljúka.

Bodo/Glimt tryggði sér meistaratitilinn fyrir nokkru en í kvöld lék liðið sinn síðasta leik á tímabilinu þar sem Viking Stavanger var í heimsókn.

Alfons var í byrjunarliði Bodo/Glimt og lék fyrstu 77 mínútur leiksins sem lauk með öruggum 3-0 sigri Bodo/Glimt. Það þýðir að liðið vinnur mótið með nítján stiga mun en Molde hafnar í 2.sæti deildarinnar.

Valdimar Þór Ingimundarson lék fyrsta klukkutímann og Ari Leifsson síðari hálfleik þegar lið þeirra, Stromsgodset, lagði Odd 1-3.  Með sigrinum tryggði Stromsgodset sæti sitt í deildinni og þarf því ekki að hafa áhyggjur af falli en liðið á eftir að leika einn leik og er fjórum stigum frá fallsvæðinu.

Á sama tíma á Ítalíu léku Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson síðasta stundarfjórðunginn þegar lið þeirra, Venezia, gerði markalaust jafntefli við SPAL.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×