Innlent

Myndir frá Seyðis­firði sýna gríðar­lega eyði­leggingu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur.
Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur. Vísir/Egill

Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag.

Engum hefur verið hleypt að svæðinu öðrum en lögreglu, öðrum viðbragðsaðilum og sérfræðingum veðurstofunnar.

Fréttamaður og tökumaður fréttastofu fengu, ásamt öðru fjölmiðlafólki, að fara inn í bæinn í dag í fylgd með lögreglu. Engum hefur þó verið hleypt að hamfarasvæðinu sjálfu, ekki einu sinni viðbragðsaðilum, þar sem skriðuhætta er enn til staðar.

Bærinn var rýmdur í gær í kjölfar þess að stórar aurskriður féllu á bæinn og ollu miklum skemmdum á minnst ellefu húsum. 

Enn er verið að meta aðstæður á svæðinu, en meðal þeirra sem það gera er sérsveit ríkislögreglustjóra. Sveitin hefur í dag kortlagt hamfarasvæðið með dróna sem tekur þrívíddarmyndir, og var dróninn á lofti í rúmlega þrjár klukkustundir í dag.

Óljóst er hvenær íbúar bæjarins geta snúið aftur heim en rýming á Seyðisfirði verður í gildi þangað til á morgun, hið minnsta, en staðan verður endurmetin í fyrramálið.

Vísir/Egill
Vísir/Egill


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×