Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. desember 2020 19:01 Ísak Bergmann er sautján ára Skagamaður sem hefur skapað sér nafn í Evrópufótboltanum. Heimasíða Norrköping Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. Ísak Bergmann settist niður með Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa, í dag og ræddi við hann um Norrköping, sænska boltann, pabba sinn og margt, margt fleira. Þeir byrjuðu á því að ræða hvernig það hafi verið að flytja fimmtán ára til Norrköping frá Akranesi. „Það var mjög krefjandi en það hjálpaði til að ég flutti með Oliver [Stefánssyni] út og fjölskyldan hans flutti með. Að þau fluttu með var frábært fyrir mig, að geta aðlagast og komist inn í þetta með þeim þarna úti,“ sagði Ísak. Oliver, annar Skagamaður, gekk í raðir Norrköping á sama tíma. Þeir fóru beint í að æfa með aðalliði félagsins. „Að æfa með fimmtán ára með aðalliði er alveg geggjað. Að fá að æfa á hverjum degi í þessu umhverfi gerði mig betri á hverjum degi. Ég fann það. Ég varð betri með hverjum degi og það var frábært.“ Ísak hefur verið lykilmaður Norrköping á leiktíðinni og endaði sem einn stoðsendingahæsti leikmaður tímabilsins auk þess að vera tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn. Greip tækifærið þegar hann fékk það „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég vann mig inn í byrjunarliðið sem var markmiðið fyrir tímabilið og það tókst. Í fjórðu umferðinni meiddist einn, ég fór á kantinn og lagði upp tvö mörk. Það gekk mjög vel þegar ég fékk tækifærið. Ég var mjög þakklátur fyrir að fá tækifærið.“ „Þetta er vinna á hverjum einasta degi. Maður vaknar og hugsar hvernig maður verður betri. Ég fókusera á það; að verða betri íþróttamaður, fótboltamaður og manneskja. Það geri ég á hverjum degi.“ Hann upplifði drauminn; að spila A-landsleik í síðasta mánuði er hann kom inn á í tapi Íslands á Wembley. Hann segir það draumi líkast. „Það hefur verið draumur að spila fyrir A-landsliðið. Að fá það tækifæri á Wembley var ekki síðra. Þó að leikurinn hafi ekki farið vel þá er það draumur að spila fyrir landið mitt, Ísland.“ Ísak Bergmann, eins og áður segir, hefur verið mikið orðaður við mörg lið í Evrópuboltanum og mörg þeirra eru ansi stór. Hann pælir lítið í því hvað fjölmiðlar segja; hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Spáir lítið í fjölmiðlum „Hvað varðar fjölmiðla þá reyni ég að spá lítið í þeim. Það er gaman að sjá þegar það er eitthvað gott skrifað en ég reyni að fókusera sem minnst á það - því þegar það fer að ganga illa þá er ekki gott að spá í þeim. Maður þarf að halda jafnvægi; að spá ekki í þá, hvorki þegar það gengur vel né illa.“ „Það hefur verið draumur að vera atvinnumaður í fótbolta. Ég er búinn að vera í tvö ár úti og þetta hefur verið skemmtilegt. Vonandi verður það þannig áfram. Það er fyrst og fremst skemmtilegt að það sé verið að tala um mann en það sem ég fókusera á er að hugsa um það sem ég get stjórnað. Að æfa vel og vera með fjölskyldunni. Svo fer ég til Norrköping 6. janúar.“ Enska blaðið Daily Mirror, og Daily Mail tekur undir það, að Norrköping vilji í heildina fá yfir 10 milljónir punda fyrir Ísak, jafnvirði 1,8 milljarða króna. Ísak Bergmann veltir sér ekkert upp úr þessum peningum. „Nei, alls ekki. Ég spái eiginlega ekkert í því,“ en hann segir að það séu nokkur lykilatriði sem verða að vera hjá hans næsta liði - þó að hann sé lítið að spá í því sem gerist. Pabbi hjálpar til „Að þjálfarinn trúi á mann, gott umhverfi í kringum liðið en ég er fyrst og fremst núna að æfa vel hérna heima. Svo kemur hitt. Maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég fókusera á það sem ég get stjórnað sjálfur og maður á ekki að vera spá í þeim hlutum sem maður getur ekki stjórnað sjálfur. Þá missir maður hausinn og það er ekki gott.“ Hann var svo spurður út í það hvort að hann ætti eitthvað draumalið. Hann kom einnig inn á föður sinn Jóhannes Karl Guðjónsson en Jóhannes Karl spilaði lengi í atvinnumennsku, til að mynda með Burnley og Leicester. „Ég á ekkert draumalið en ég held með Man. United. Ég bjó þar þegar pabbi var að spila með Burnley og Leicester. Það var gaman að sjá hann spila á þessum stóru völlum og gaf mér drifkraft til að ná mínum markmiðum.“ „Hann hefur verið mín helsta fyrirmynd frá því að ég var lítil. Að sjá hann spila á þessum stóru völlum á Englandi gaf manni meiri kraft að ná í þessi markmið sem hann náði. Hann hefur hjálpað mér í gegnum allt,“ en allt viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn -Ísak Bergmann í viðtali Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Ísak Bergmann settist niður með Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa, í dag og ræddi við hann um Norrköping, sænska boltann, pabba sinn og margt, margt fleira. Þeir byrjuðu á því að ræða hvernig það hafi verið að flytja fimmtán ára til Norrköping frá Akranesi. „Það var mjög krefjandi en það hjálpaði til að ég flutti með Oliver [Stefánssyni] út og fjölskyldan hans flutti með. Að þau fluttu með var frábært fyrir mig, að geta aðlagast og komist inn í þetta með þeim þarna úti,“ sagði Ísak. Oliver, annar Skagamaður, gekk í raðir Norrköping á sama tíma. Þeir fóru beint í að æfa með aðalliði félagsins. „Að æfa með fimmtán ára með aðalliði er alveg geggjað. Að fá að æfa á hverjum degi í þessu umhverfi gerði mig betri á hverjum degi. Ég fann það. Ég varð betri með hverjum degi og það var frábært.“ Ísak hefur verið lykilmaður Norrköping á leiktíðinni og endaði sem einn stoðsendingahæsti leikmaður tímabilsins auk þess að vera tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn. Greip tækifærið þegar hann fékk það „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég vann mig inn í byrjunarliðið sem var markmiðið fyrir tímabilið og það tókst. Í fjórðu umferðinni meiddist einn, ég fór á kantinn og lagði upp tvö mörk. Það gekk mjög vel þegar ég fékk tækifærið. Ég var mjög þakklátur fyrir að fá tækifærið.“ „Þetta er vinna á hverjum einasta degi. Maður vaknar og hugsar hvernig maður verður betri. Ég fókusera á það; að verða betri íþróttamaður, fótboltamaður og manneskja. Það geri ég á hverjum degi.“ Hann upplifði drauminn; að spila A-landsleik í síðasta mánuði er hann kom inn á í tapi Íslands á Wembley. Hann segir það draumi líkast. „Það hefur verið draumur að spila fyrir A-landsliðið. Að fá það tækifæri á Wembley var ekki síðra. Þó að leikurinn hafi ekki farið vel þá er það draumur að spila fyrir landið mitt, Ísland.“ Ísak Bergmann, eins og áður segir, hefur verið mikið orðaður við mörg lið í Evrópuboltanum og mörg þeirra eru ansi stór. Hann pælir lítið í því hvað fjölmiðlar segja; hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Spáir lítið í fjölmiðlum „Hvað varðar fjölmiðla þá reyni ég að spá lítið í þeim. Það er gaman að sjá þegar það er eitthvað gott skrifað en ég reyni að fókusera sem minnst á það - því þegar það fer að ganga illa þá er ekki gott að spá í þeim. Maður þarf að halda jafnvægi; að spá ekki í þá, hvorki þegar það gengur vel né illa.“ „Það hefur verið draumur að vera atvinnumaður í fótbolta. Ég er búinn að vera í tvö ár úti og þetta hefur verið skemmtilegt. Vonandi verður það þannig áfram. Það er fyrst og fremst skemmtilegt að það sé verið að tala um mann en það sem ég fókusera á er að hugsa um það sem ég get stjórnað. Að æfa vel og vera með fjölskyldunni. Svo fer ég til Norrköping 6. janúar.“ Enska blaðið Daily Mirror, og Daily Mail tekur undir það, að Norrköping vilji í heildina fá yfir 10 milljónir punda fyrir Ísak, jafnvirði 1,8 milljarða króna. Ísak Bergmann veltir sér ekkert upp úr þessum peningum. „Nei, alls ekki. Ég spái eiginlega ekkert í því,“ en hann segir að það séu nokkur lykilatriði sem verða að vera hjá hans næsta liði - þó að hann sé lítið að spá í því sem gerist. Pabbi hjálpar til „Að þjálfarinn trúi á mann, gott umhverfi í kringum liðið en ég er fyrst og fremst núna að æfa vel hérna heima. Svo kemur hitt. Maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég fókusera á það sem ég get stjórnað sjálfur og maður á ekki að vera spá í þeim hlutum sem maður getur ekki stjórnað sjálfur. Þá missir maður hausinn og það er ekki gott.“ Hann var svo spurður út í það hvort að hann ætti eitthvað draumalið. Hann kom einnig inn á föður sinn Jóhannes Karl Guðjónsson en Jóhannes Karl spilaði lengi í atvinnumennsku, til að mynda með Burnley og Leicester. „Ég á ekkert draumalið en ég held með Man. United. Ég bjó þar þegar pabbi var að spila með Burnley og Leicester. Það var gaman að sjá hann spila á þessum stóru völlum og gaf mér drifkraft til að ná mínum markmiðum.“ „Hann hefur verið mín helsta fyrirmynd frá því að ég var lítil. Að sjá hann spila á þessum stóru völlum á Englandi gaf manni meiri kraft að ná í þessi markmið sem hann náði. Hann hefur hjálpað mér í gegnum allt,“ en allt viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn -Ísak Bergmann í viðtali
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira