Man. United fór illa með erkifjendurna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Scott McTominay skoraði tvö mörk á fyrstu þremur mínútum leiksins. Hann átti skínandi leik.
Scott McTominay skoraði tvö mörk á fyrstu þremur mínútum leiksins. Hann átti skínandi leik. Michael Regan/Getty Images

Manchester United gerði sér lítið fyrir og vann 6-2 sigur á Leeds er erkifjendurnir mættust í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í sextán ár.

Það voru ekki liðnar tvær mínútur er Scott McTominay kom United yfir og skoski miðjumaðurinn tvöfaldaði forystuna einungis mínútu síðar eftir laglega sendingu frá Anthony Martial.

United menn voru ekki hættir. Bruno Fernandes kom United í 3-0 með þrumuskoti á tuttugustu mínútu og stundarfjórðungi síðar skoraði Victor Lindelöf fjórða markið eftir hornspyrnu.

Algjör niðurlæging. Liam Copoper náði þó að minnka muninn fyrir hlé. 4-1 í hálfleik og Marcelo Bielsa gerði tvær breytingar í hálfleik og reyndi að hrista aðeins upp í liðinu hjá nýliðunum.

Leeds byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega og David de Gea varði meðal annars ver frá Rafinha úr dauðafæri. Það voru hins vegar United menn sem skoruðu sjötta mark leiksins og fimmta mark United er Daniel James skoraði eftir skyndisókn.

Anthony Martial féll í teignum eftir 70 mínútna leik og Anthony Taylor benti á punktinn. Bruno Fernandes skoraði af miklu öryggi en þremur mínútum síðar minnkaði Stuart Dallas muninn með frábæru marki. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 6-2.

Man. United er í þriðja sætinu með 26 stig og eru fimm stigum á eftir toppliði Liverpool en United á þó leik til góða. Leeds er í fjórtánda sætinu með sautján stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira