Gaupi hitti Ísak Bergmann fyrst á Shellmótinu fyrir átta árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2020 15:51 Ísak Bergmann Jóhannesson með félögum sínum í Skagaliðinu fyrir átta árum þegar hann var aðeins níu ára gamall. Hér er hann í viðtalinu við Gaupa. Skjámynd/S2 Sport Ísak Bergmann Jóhannesson tók mörg risaskref á árinu 2020 en það er ekki langt síðan að þessi stórefnilegi knattspyrnumaður var að gera góða hluti á 6.flokksmóti á Íslandi. Árið 2020 hefur verið viðburðaríkt hjá Skagamanninum Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem ætlar að gera upp árið í viðtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ísak Bergmann Jóhannesson stimplaði sig inn sem fastamaður hjá einu besta liði sænsku deildarinnar, var lykilmaður hjá 21 árs landsliðinu sem komst inn á EM og spilaði sinn fyrsta A-landsleik á Wembley. Þetta gerði hann allt þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára gamall. Guðjón Guðmundsson hefur fjallað mikið um krakkamótin á Stöð 2 Sport undanfarin ár og hann fann algjört gull þegar hann var að undirbúa viðtalið við Ísak Bergmann á dögunum. Gaupi fann nefnilega átta ára gamalt myndband þar sem sést þegar hann hitti Ísak Bergmann og félaga í 6. flokki Skagamanna eftir leik á Shellmótinu í Vestmannaeyjum. Gaupi talar þarna um næsta gullaldarlið Skagamanna en einhverjir strákanna eru þegar komnir út til erlendra félaga eins og þeir Ísak Bergmann, Oliver Stefánsson og Hákon Arnar Haraldsson. Guðjón ræddi meðal annars stuttlega við Ísak Bergmann sem var þarna að spila upp fyrir sig. „Já ég náði einum þrumufleyg alveg eins og pabbi minn,“ sagði Ísak Bergmann brosandi sumarið 2012 en hann viðurkenndi jafnframt að hann gæti bara skotið með vinstri. Guðjón spurði Ísak út í þessa stund þegar þeir hittust fyrst á mótinu í Eyjum og hvort hann hafi verið þá farinn að hugsa um það þá að verða atvinnumaður. „Nei kannski ekki þá. Þarna er maður fyrst og fremst að leika sér með félögunum og hafa gaman. Maður á þegar maður er yngri bara gera það sem maður elskar og hafa gaman og spila fótbolta. Að vera með félögunum úti allan daginn. Fljótlega eftir það, þegar maður var kominn á N1 mótið, 12 til 13 ára gamall, þá er maður kannski farinn að spá aðeins meira í því að geta orðið atvinnumaður,“ sagði Ísak Bergmann. Hér fyrir neðan má sjá þegar Gaupi hitti Ísak Bergmann fyrst fyrir átta árum síðan. Klippa: Gaupi hitti Ísak Bergmann fyrst á Shellmótinu í Eyjum Guðjón Guðmundsson verður með viðtal við Ísak Bergmann Jóhannesson í fréttum Stöðvar tvö í kvöld og lengri útgáfa af því mun síðan birtast hér inn á Vísi. Fótbolti Einu sinni var... Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Árið 2020 hefur verið viðburðaríkt hjá Skagamanninum Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem ætlar að gera upp árið í viðtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ísak Bergmann Jóhannesson stimplaði sig inn sem fastamaður hjá einu besta liði sænsku deildarinnar, var lykilmaður hjá 21 árs landsliðinu sem komst inn á EM og spilaði sinn fyrsta A-landsleik á Wembley. Þetta gerði hann allt þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára gamall. Guðjón Guðmundsson hefur fjallað mikið um krakkamótin á Stöð 2 Sport undanfarin ár og hann fann algjört gull þegar hann var að undirbúa viðtalið við Ísak Bergmann á dögunum. Gaupi fann nefnilega átta ára gamalt myndband þar sem sést þegar hann hitti Ísak Bergmann og félaga í 6. flokki Skagamanna eftir leik á Shellmótinu í Vestmannaeyjum. Gaupi talar þarna um næsta gullaldarlið Skagamanna en einhverjir strákanna eru þegar komnir út til erlendra félaga eins og þeir Ísak Bergmann, Oliver Stefánsson og Hákon Arnar Haraldsson. Guðjón ræddi meðal annars stuttlega við Ísak Bergmann sem var þarna að spila upp fyrir sig. „Já ég náði einum þrumufleyg alveg eins og pabbi minn,“ sagði Ísak Bergmann brosandi sumarið 2012 en hann viðurkenndi jafnframt að hann gæti bara skotið með vinstri. Guðjón spurði Ísak út í þessa stund þegar þeir hittust fyrst á mótinu í Eyjum og hvort hann hafi verið þá farinn að hugsa um það þá að verða atvinnumaður. „Nei kannski ekki þá. Þarna er maður fyrst og fremst að leika sér með félögunum og hafa gaman. Maður á þegar maður er yngri bara gera það sem maður elskar og hafa gaman og spila fótbolta. Að vera með félögunum úti allan daginn. Fljótlega eftir það, þegar maður var kominn á N1 mótið, 12 til 13 ára gamall, þá er maður kannski farinn að spá aðeins meira í því að geta orðið atvinnumaður,“ sagði Ísak Bergmann. Hér fyrir neðan má sjá þegar Gaupi hitti Ísak Bergmann fyrst fyrir átta árum síðan. Klippa: Gaupi hitti Ísak Bergmann fyrst á Shellmótinu í Eyjum Guðjón Guðmundsson verður með viðtal við Ísak Bergmann Jóhannesson í fréttum Stöðvar tvö í kvöld og lengri útgáfa af því mun síðan birtast hér inn á Vísi.
Fótbolti Einu sinni var... Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira