Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2020 11:59 Meirihluti atvinnuveganefndar er allur skipaður þingmönnum úr norðurkjördæmunum. Grafík/HÞ Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra lagði til í frumvarpi um málið í haust að vegna töluverðs samdráttar í sölu íslenskra landbúnaðarvara í framhaldi af mikilli fækkun ferðamanna yrði horfið til fyrra horfs í uppboði á tollkvótum í eitt ár. En ný aðferð var tekin upp um síðustu áramót sem lækkaði álögurnar og hefur innflutningur eftir það aukist mjög mikið og umfram tollkvóta en mjög lítið hefur verið flutt út af íslenskum landbúnaðarvörum á móti. Íslenskir framleiðendur landbúnaðarvara hafa lítið sem ekkert nýtt heimildir sínar til tollfrjáls útflutnings á landbúnaðarvörum til ríkja Evrópusambandsins. Mest hafa 56 prósent lambakjötskvótans verið flutt út og þá aðallega til Bretlands sem er á leið út úr Evrópusambandinu.Grafík/utanríkisráðuneytið Í gær fór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra síðan fram á viðræður við Evrópusambandið um endurskoðun samninga um þessi mál. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann halla mjög á Ísland í þessum viðskiptum eins og úttekt ráðuneytis hans og atvinnuvegaráðuneytisins hefði leitt í ljós. Mikil andstaða varð strax við frumvarp landbúnaðarráðherra í haust. Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu, Samkeppniseftirlitið og Félag atvinnurekenda sendu öll inn neiðkvæðar umsagnir um frumvarpið. Innflytjendur hafa flutt inn mun meira af landbúnaðarvörum umfram tollfrjálsa kvóta einstakra tegunda.Grafík/utanríkisráðuneytið Þegar meirihluti atvinnuveganefndar lagði síðan til að álögurnar yrðu auknar í þrjú ár í stað eins jókst gagnrýni á frumvarpið til muna. Landssamband kúabænda lýsti hins vegar yfir stuðningi við frumvarpið. Í tilkynningu frá sambandinu var fullyrt að verðlækkanir á nautakjöti í ríkjum Evrópusambandsins sem og lækkun álags á tollkvóta hér á landi hefði ekki skilað sér í sambærilegri lækkun verðs til neytenda. Landbúnaður Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21 Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43 Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21 FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. 1. desember 2020 11:16 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra lagði til í frumvarpi um málið í haust að vegna töluverðs samdráttar í sölu íslenskra landbúnaðarvara í framhaldi af mikilli fækkun ferðamanna yrði horfið til fyrra horfs í uppboði á tollkvótum í eitt ár. En ný aðferð var tekin upp um síðustu áramót sem lækkaði álögurnar og hefur innflutningur eftir það aukist mjög mikið og umfram tollkvóta en mjög lítið hefur verið flutt út af íslenskum landbúnaðarvörum á móti. Íslenskir framleiðendur landbúnaðarvara hafa lítið sem ekkert nýtt heimildir sínar til tollfrjáls útflutnings á landbúnaðarvörum til ríkja Evrópusambandsins. Mest hafa 56 prósent lambakjötskvótans verið flutt út og þá aðallega til Bretlands sem er á leið út úr Evrópusambandinu.Grafík/utanríkisráðuneytið Í gær fór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra síðan fram á viðræður við Evrópusambandið um endurskoðun samninga um þessi mál. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann halla mjög á Ísland í þessum viðskiptum eins og úttekt ráðuneytis hans og atvinnuvegaráðuneytisins hefði leitt í ljós. Mikil andstaða varð strax við frumvarp landbúnaðarráðherra í haust. Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu, Samkeppniseftirlitið og Félag atvinnurekenda sendu öll inn neiðkvæðar umsagnir um frumvarpið. Innflytjendur hafa flutt inn mun meira af landbúnaðarvörum umfram tollfrjálsa kvóta einstakra tegunda.Grafík/utanríkisráðuneytið Þegar meirihluti atvinnuveganefndar lagði síðan til að álögurnar yrðu auknar í þrjú ár í stað eins jókst gagnrýni á frumvarpið til muna. Landssamband kúabænda lýsti hins vegar yfir stuðningi við frumvarpið. Í tilkynningu frá sambandinu var fullyrt að verðlækkanir á nautakjöti í ríkjum Evrópusambandsins sem og lækkun álags á tollkvóta hér á landi hefði ekki skilað sér í sambærilegri lækkun verðs til neytenda.
Landbúnaður Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21 Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43 Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21 FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. 1. desember 2020 11:16 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21
Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43
Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21
FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. 1. desember 2020 11:16