Fótbolti

Mark Zlatans valið besta mark í sögu MLS

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic fagnar fyrsta marki sínu fyrir Los Angeles Galaxy sem hefur nú verið valið það besta í sögunni.
Zlatan Ibrahimovic fagnar fyrsta marki sínu fyrir Los Angeles Galaxy sem hefur nú verið valið það besta í sögunni. Getty/Matthew Ashton

Svíinn Zlatan Ibrahimovic hefur nú verið verðlaunaður fyrir flottasta markið sem hefur verið skorað í sögu MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum.

Zlatan Ibrahimovic er vanalega ekki lengi að stimpla sig inn þar sem hann spilar en byrjun hans í bandarísku MLS-deildinni var engu öðru lík.

Ibrahimovic hætti hjá Manchester United í mars 2018 og samdi þess í stað við lið LA Galaxy daginn eftir.

Zlatan skrifaði undir samninginn 23. mars og spilaði sinn fyrsta leik átta dögum síðar. Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir frumraun Svíans snjalla í bandarísku deildinni.

Zlatan kom inn á sem varamaður í leiknum milli Los Angeles liðanna og skoraði tvívegis í 4-3 sigri LA Galaxy á Los Angeles Football Club.

Fyrra markið hans í leiknum var magnað viðstöðulaust skot af 41 metra færi sem hann skoraði stuttu eftir að hafa komið inn í leikinn. Það mark hefur nú verið flottasta markið í sögu MLS-deildarinnar.

Zlatan Ibrahimovic spilaði tvö tímabil í MLS-deildinni og skoraði 52 mörk í aðeins 56 deildarleikjum með LA Galaxy. Hann er hvergi nærri hættur og er þessa dagana að gera frábæra hluti með liði AC Milan á Ítalíu.

Hér fyrir neðan má sjá þetta magnaða mark hjá Zlatan Ibrahimovic.

Klippa: Zlatan á flottasta mark sögunnarFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.