Gert að selja íbúðina: Lögregla kölluð til 27 sinnum á níu mánuðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2020 11:12 Sögðust íbúar hafa orðið fyrir hótunum af hálfu gestanna og farið að óttast að nota sameignina. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp þann dóm að konu bæri að flytja úr íbúð sinni innan mánaðar og selja hana innan þriggja, vegna grófra og ítrekaðra brota á skyldum sínum gagnvart öðrum íbúum í umræddu fjölbýlishúsi. Konan flutti inn í íbúðina 15. september 2019 en sama dag barst tilkynning til lögreglu vegna íbúðarinnar. Eftir það var lögregla kölluð 27 sinnum að húsinu á níu mánaða tímabili, stundum af konunni en oftast af nágrönnum. Samkvæmt dóminum var aðkoma lögreglu aðallega vegna samkvæmishávaða, láta frá hundum konunnar og vegna gesta hennar í húsinu. Þá hafi lögregla einnig verið kölluð til þegar gestir konunnar reyndu að komast inn í íbúðir annarra íbúa, þegar þeir höfðu í hótunum við nágranna konunnar og vegna líkamsárásar af hálfu gesta á einn íbúa. Bar fyrir sig heilsuleysi, ofbeldissambandi og dóttur í neyslu Húsfélagið greip fyrst til aðgerða 8. nóvember 2019 og sendi konunni bréf með aðvörun og áskorun. Bréfið var endursent húsfélaginu 20. desember og því óvíst um gildi þess. Konan kannaðist hins vegar við að hafa fengið annað bréf sama efnis í janúar 2020 en bar því við að á þeim tíma hefði hún ekki haft heilsu til að gera sér grein fyrir innihaldi bréfsins. Sagðist hún mánuði síðar hafa farið í aðgerð vegna heilaæxlis. Auk heilsufarslegra ástæðna sagði konan vandkvæði sín mega rekja til sambúðar hennar með ofbeldismanni, sem nú væri fluttur út, og hegðunar dóttur sinnar, sem væri í mikilli óreglu og neyslu. Vísaði konan fyrir dómi meðal annars til þess að eftir að dóttir hennar hefði farið erlendis í mars 2020 hefði útköllum lögreglu fækkað verulega. Þá hefði þeim enn fækkað eftir að konan losnaði úr ofbeldissambandinu í júní 2020. Íbúar sögðust óttast að nota sameignina Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að konan hefði ekki lagt fram gögn til að færa sönnur á fullyrðingar um heilsuleysi. Eins lægju engin gögn fyrir um dóttur konunnar. Þá hefði hún haldið umrædda hunda án samþykkis annarra íbúa. Enda þótt hún hefði sjálf óskað eftir aðstoð lögreglu nokkrum sinnum þá væri ekki hægt að líta svo á að eftir stæðu svo fá tilvik eða léttvæg að ótímabært hefði verið að senda henni erindi. Er meðal annars vísað til vitnisburða annarra íbúa um veislur sem entust fram að hádegi daginn eftir að þær hófust. Að fólk í annarlegu ástandi hefði hangið í sameigninni og í þvottahúsinu. Að mikið hefði verið um öskur og rifrildi í íbúð stefndu, auk hávaða frá hundum. Sögðust íbúar hafa orðið fyrir hótunum af hálfu gestanna og farið að óttast að nota sameignina. Konunni var sem fyrr segir gert að flytja út úr íbúð sinni og selja hana en auk þess að greiða húsfélaginu 1,1 milljón í málskostnað. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur Lögreglumál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Konan flutti inn í íbúðina 15. september 2019 en sama dag barst tilkynning til lögreglu vegna íbúðarinnar. Eftir það var lögregla kölluð 27 sinnum að húsinu á níu mánaða tímabili, stundum af konunni en oftast af nágrönnum. Samkvæmt dóminum var aðkoma lögreglu aðallega vegna samkvæmishávaða, láta frá hundum konunnar og vegna gesta hennar í húsinu. Þá hafi lögregla einnig verið kölluð til þegar gestir konunnar reyndu að komast inn í íbúðir annarra íbúa, þegar þeir höfðu í hótunum við nágranna konunnar og vegna líkamsárásar af hálfu gesta á einn íbúa. Bar fyrir sig heilsuleysi, ofbeldissambandi og dóttur í neyslu Húsfélagið greip fyrst til aðgerða 8. nóvember 2019 og sendi konunni bréf með aðvörun og áskorun. Bréfið var endursent húsfélaginu 20. desember og því óvíst um gildi þess. Konan kannaðist hins vegar við að hafa fengið annað bréf sama efnis í janúar 2020 en bar því við að á þeim tíma hefði hún ekki haft heilsu til að gera sér grein fyrir innihaldi bréfsins. Sagðist hún mánuði síðar hafa farið í aðgerð vegna heilaæxlis. Auk heilsufarslegra ástæðna sagði konan vandkvæði sín mega rekja til sambúðar hennar með ofbeldismanni, sem nú væri fluttur út, og hegðunar dóttur sinnar, sem væri í mikilli óreglu og neyslu. Vísaði konan fyrir dómi meðal annars til þess að eftir að dóttir hennar hefði farið erlendis í mars 2020 hefði útköllum lögreglu fækkað verulega. Þá hefði þeim enn fækkað eftir að konan losnaði úr ofbeldissambandinu í júní 2020. Íbúar sögðust óttast að nota sameignina Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að konan hefði ekki lagt fram gögn til að færa sönnur á fullyrðingar um heilsuleysi. Eins lægju engin gögn fyrir um dóttur konunnar. Þá hefði hún haldið umrædda hunda án samþykkis annarra íbúa. Enda þótt hún hefði sjálf óskað eftir aðstoð lögreglu nokkrum sinnum þá væri ekki hægt að líta svo á að eftir stæðu svo fá tilvik eða léttvæg að ótímabært hefði verið að senda henni erindi. Er meðal annars vísað til vitnisburða annarra íbúa um veislur sem entust fram að hádegi daginn eftir að þær hófust. Að fólk í annarlegu ástandi hefði hangið í sameigninni og í þvottahúsinu. Að mikið hefði verið um öskur og rifrildi í íbúð stefndu, auk hávaða frá hundum. Sögðust íbúar hafa orðið fyrir hótunum af hálfu gestanna og farið að óttast að nota sameignina. Konunni var sem fyrr segir gert að flytja út úr íbúð sinni og selja hana en auk þess að greiða húsfélaginu 1,1 milljón í málskostnað. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur
Lögreglumál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira