Fyrrverandi landsliðsmaður Svía lýsir munntóbaksfíkn: „Baggið er minn besti vinur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2020 09:30 Sænski baggkóngurinn Glenn Strömberg. getty/Alessandro Sabattini Glenn Strömberg, fyrrverandi leikmaður sænska fótboltalandsliðsins, hefur rætt opinskátt um munntóbaksfíkn sína. Hann segir baggið sinn besta vin. Strömberg lék á sínum tíma 52 landsleiki og skoraði sjö mörk. Hann lék með IFK Gautaborg í heimalandinu og vann Evrópukeppni félagsliða með liðinu 1982. Þá varð hann tvisvar portúgalskur meistari með Benfica og lék um átta ára skeið með Atalanta á Ítalíu. Eftir að ferlinum lauk hefur Strömberg getið sér gott orð sem álitsgjafi í sjónvarpi. Þá er hann þekktur sem eins konar andlit munntóbaks í Svíþjóð. Strömberg skammast sín ekkert fyrir það. „Ég er stoltur að vera tengdur við það. Í sumum könnunum er því haldið fram að enginn sé tengdari munntóbaki í Svíþjóð en Glenn Strömberg. Það er frekar flott,“ sagði Strömberg. Hann rifjaði upp þegar hann var á ferð með eiginkonu sinni frá Bergamo til Monte Carlo og komst að því að hann hafði gleymt munntóbakinu heima. „Á miðri leið sagði ég að við þyrftum að snúa við og ná í munntóbakið. Það gekk ekki eftir svo ég hélt áfram að keyra. Þegar við komum á áfangastað reykti ég örugglega sextíu sígarettur í staðinn. Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef reykt. Ég varð að hafa eitthvað allan tímann en það virkaði ekki,“ sagði Strömberg og bætti við að baggið væri hans besti vinur. Í annarri ferð til Egyptalands þar sem hann gleymdi munntóbakinu fyllti hann tepoka með vindlatóbaki, bleytti þá í rommi og stakk þeim undir vörina. Strömberg segist ekki bara sækjast í nikótínið. Honum finnist bara þægilegt, og róandi, að vera með eitthvað í vörinni. „Jú, það er vissulega nikótín í munntóbaki en fyrir mér er mikilvægara að hafa eitthvað undir vörinni. Það færir mér öryggi,“ sagði Strömberg. Sænski boltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Strömberg lék á sínum tíma 52 landsleiki og skoraði sjö mörk. Hann lék með IFK Gautaborg í heimalandinu og vann Evrópukeppni félagsliða með liðinu 1982. Þá varð hann tvisvar portúgalskur meistari með Benfica og lék um átta ára skeið með Atalanta á Ítalíu. Eftir að ferlinum lauk hefur Strömberg getið sér gott orð sem álitsgjafi í sjónvarpi. Þá er hann þekktur sem eins konar andlit munntóbaks í Svíþjóð. Strömberg skammast sín ekkert fyrir það. „Ég er stoltur að vera tengdur við það. Í sumum könnunum er því haldið fram að enginn sé tengdari munntóbaki í Svíþjóð en Glenn Strömberg. Það er frekar flott,“ sagði Strömberg. Hann rifjaði upp þegar hann var á ferð með eiginkonu sinni frá Bergamo til Monte Carlo og komst að því að hann hafði gleymt munntóbakinu heima. „Á miðri leið sagði ég að við þyrftum að snúa við og ná í munntóbakið. Það gekk ekki eftir svo ég hélt áfram að keyra. Þegar við komum á áfangastað reykti ég örugglega sextíu sígarettur í staðinn. Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef reykt. Ég varð að hafa eitthvað allan tímann en það virkaði ekki,“ sagði Strömberg og bætti við að baggið væri hans besti vinur. Í annarri ferð til Egyptalands þar sem hann gleymdi munntóbakinu fyllti hann tepoka með vindlatóbaki, bleytti þá í rommi og stakk þeim undir vörina. Strömberg segist ekki bara sækjast í nikótínið. Honum finnist bara þægilegt, og róandi, að vera með eitthvað í vörinni. „Jú, það er vissulega nikótín í munntóbaki en fyrir mér er mikilvægara að hafa eitthvað undir vörinni. Það færir mér öryggi,“ sagði Strömberg.
Sænski boltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira