Fyrrverandi landsliðsmaður Svía lýsir munntóbaksfíkn: „Baggið er minn besti vinur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2020 09:30 Sænski baggkóngurinn Glenn Strömberg. getty/Alessandro Sabattini Glenn Strömberg, fyrrverandi leikmaður sænska fótboltalandsliðsins, hefur rætt opinskátt um munntóbaksfíkn sína. Hann segir baggið sinn besta vin. Strömberg lék á sínum tíma 52 landsleiki og skoraði sjö mörk. Hann lék með IFK Gautaborg í heimalandinu og vann Evrópukeppni félagsliða með liðinu 1982. Þá varð hann tvisvar portúgalskur meistari með Benfica og lék um átta ára skeið með Atalanta á Ítalíu. Eftir að ferlinum lauk hefur Strömberg getið sér gott orð sem álitsgjafi í sjónvarpi. Þá er hann þekktur sem eins konar andlit munntóbaks í Svíþjóð. Strömberg skammast sín ekkert fyrir það. „Ég er stoltur að vera tengdur við það. Í sumum könnunum er því haldið fram að enginn sé tengdari munntóbaki í Svíþjóð en Glenn Strömberg. Það er frekar flott,“ sagði Strömberg. Hann rifjaði upp þegar hann var á ferð með eiginkonu sinni frá Bergamo til Monte Carlo og komst að því að hann hafði gleymt munntóbakinu heima. „Á miðri leið sagði ég að við þyrftum að snúa við og ná í munntóbakið. Það gekk ekki eftir svo ég hélt áfram að keyra. Þegar við komum á áfangastað reykti ég örugglega sextíu sígarettur í staðinn. Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef reykt. Ég varð að hafa eitthvað allan tímann en það virkaði ekki,“ sagði Strömberg og bætti við að baggið væri hans besti vinur. Í annarri ferð til Egyptalands þar sem hann gleymdi munntóbakinu fyllti hann tepoka með vindlatóbaki, bleytti þá í rommi og stakk þeim undir vörina. Strömberg segist ekki bara sækjast í nikótínið. Honum finnist bara þægilegt, og róandi, að vera með eitthvað í vörinni. „Jú, það er vissulega nikótín í munntóbaki en fyrir mér er mikilvægara að hafa eitthvað undir vörinni. Það færir mér öryggi,“ sagði Strömberg. Sænski boltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
Strömberg lék á sínum tíma 52 landsleiki og skoraði sjö mörk. Hann lék með IFK Gautaborg í heimalandinu og vann Evrópukeppni félagsliða með liðinu 1982. Þá varð hann tvisvar portúgalskur meistari með Benfica og lék um átta ára skeið með Atalanta á Ítalíu. Eftir að ferlinum lauk hefur Strömberg getið sér gott orð sem álitsgjafi í sjónvarpi. Þá er hann þekktur sem eins konar andlit munntóbaks í Svíþjóð. Strömberg skammast sín ekkert fyrir það. „Ég er stoltur að vera tengdur við það. Í sumum könnunum er því haldið fram að enginn sé tengdari munntóbaki í Svíþjóð en Glenn Strömberg. Það er frekar flott,“ sagði Strömberg. Hann rifjaði upp þegar hann var á ferð með eiginkonu sinni frá Bergamo til Monte Carlo og komst að því að hann hafði gleymt munntóbakinu heima. „Á miðri leið sagði ég að við þyrftum að snúa við og ná í munntóbakið. Það gekk ekki eftir svo ég hélt áfram að keyra. Þegar við komum á áfangastað reykti ég örugglega sextíu sígarettur í staðinn. Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef reykt. Ég varð að hafa eitthvað allan tímann en það virkaði ekki,“ sagði Strömberg og bætti við að baggið væri hans besti vinur. Í annarri ferð til Egyptalands þar sem hann gleymdi munntóbakinu fyllti hann tepoka með vindlatóbaki, bleytti þá í rommi og stakk þeim undir vörina. Strömberg segist ekki bara sækjast í nikótínið. Honum finnist bara þægilegt, og róandi, að vera með eitthvað í vörinni. „Jú, það er vissulega nikótín í munntóbaki en fyrir mér er mikilvægara að hafa eitthvað undir vörinni. Það færir mér öryggi,“ sagði Strömberg.
Sænski boltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira