Fótbolti

Voru jafnir en Klopp vann á fleiri at­kvæðum frá lands­liðs­þjálfurum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp og Flick voru jafnir í valinu um besti þjálfarinn.
Klopp og Flick voru jafnir í valinu um besti þjálfarinn. Getty/Harry Langer

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann.

Klopp stóð hins vegar uppi sem sigurvegari. Það er vegna þess að hann fékk fleiri atkvæði frá landsliðsþjálfurum.

Landsliðsþjálfarar og -fyrirliðar kjósa um bestu leikmennina og þjálfarann en auk þess hafa stuðningsmenn og nokkrir blaðamenn atkvæðarétt.

Klopp vann ensku úrvalsdeildina með Liverpool á meðan Bæjarar unnu bæði þýsku úrvalsdeildina, bikarinn og Meistaradeildina undir stjórn Flick.

Þetta var annað árið í röð sem Klopp vinnur þjálfari ársins hjá FIFA.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.