Fótbolti

Hörður lagði upp og Ís­lendinga­liðið færist nær toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður í leik CSKA fyrr á leiktíðinni en hann spilar leikur flest allar mínútur hjá CSKA.
Hörður í leik CSKA fyrr á leiktíðinni en hann spilar leikur flest allar mínútur hjá CSKA. Sergei Savostyanov/Getty Images

CSKA Moskva færðist nær toppliðinu í rússneska boltanum, Zenit frá Pétursborg, með 3-1 sigri á Rostov í kvöld.

Fedor Chalov kom CSKA yfir á 2. mínútu en þannig stóðu leikar í hálfleik. Chalov bætti við öðru marki sínu á 57. mínútu og staða CSKA vænleg.

Chalov var þó ekki hættur því hann skoraði þriðja mark sitt og þriðja mark CSKA á 82. mínútu en markið skoraði hann eftir undirbúning íslenska landsliðsmannsins.

Alexey Kozlov minnkaði muninn í uppbótartíma fyrir Rostov en lokatölur 1-3. Hörður lék allan leikinn en Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 85. mínútu.

CSKA er í öðru sætinu með 37 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Zenit, en Rostov er í fimmta sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.