Erlent

Bandaríkjamenn búa sig undir snjóstorm

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Borgarstjóri New York hefur ráðlagt íbúum að fara varlega.
Borgarstjóri New York hefur ráðlagt íbúum að fara varlega. epa/Justin Lane

Bandaríkjamenn á austurströndinni búa sig nú undir mikla snjókomu og eru viðvaranir í gildi hjá sextíu milljónum manna. Búist er við að stormurinn nái allt frá Colorado og upp til Maine ríkis og viðvaranir vegna þessa eru í gildi í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna.

Sumstaðar gæti jafnfallinn snjór náð allt að sextíu sentimetrum. 

Verst verður ástandið í kvöld að bandarískum tíma en þegar er farið að bera á vandamálum vegna veðursins. 

Í Pennsylvaníu létust að minnsta kosti tveir þegar fjölmargir bílar lentu í árekstri á hraðbraut sökum mikillar hálku en um 30 til 60 bílar lentu í árekstrinum. 

Bill de Blasio borgarstjóri New York borgar varar íbúana við því að stormurinn sem sé á leið þangað gæti orðið sá mesti í manna minnum og hvatti hann New York búa til að fara varlega. 

Hundruðum flugferða hefur þegar verið aflýst og lestarferðir liggja einnig víða niðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×