Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Sylvía Hall skrifar 16. desember 2020 20:22 Fjöldi ásakana hefur komið fram þess efnis að Pornhub hýsi barnaníðsefni og myndbönd af kynferðisofbeldi. Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. Konurnar krefjast hver um sig um milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvarar tæplega 130 milljónum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lét loka síðunni í október 2019 þegar starfsmenn hennar voru handteknir og ákærðir. Í kjölfarið lét Pornhub og aðrar síður MindGeek loka fyrir stöð Girls Do Porn. Eigendurnir Michael James Pratt og Matthew Isaac Wolfe, ásamt tveimur samstarfsmönnum þeirra, hafa verið ákærðir fyrir mansal. Þau fórnarlömb sem birtust í myndböndunum segjast hafa ítrekað haft samband við MindGeek og var fyrsta málið höfðað fyrir hönd nokkurra fórnarlamba í júlí. MindGeek hefði þó átt að vera ljóst frá árinu 2009 að þær konur sem birtust í myndböndunum gerðu það ekki af fúsum og frjálsum vilja. „Þrátt fyrir þá vitneskju hélt MindGeek áfram samstarfi við Girls Do Porn, án þess að rannsaka eða efast um þann samstarfsaðila í ljósi þeirra gífurlegu sönnunargagna um mansal sem send voru til MindGeek,“ segir í stefnunni. Fyrirtækinu hafi verið sama þar til það gat ekki lengur grætt á myndböndunum. Óskuðu eftir fyrirsætum Girls Do Porn lokkaði ungar konur til sín með því að auglýsa fyrirsætustörf áður en þeim var gert ljóst að um væri að ræða framleiðslu á klámmyndböndum. Eru sumar konurnar sagðar hafa verið þvingaðar til þess að skrifa undir skjöl án þess að fá að lesa þau og þær ekki mátt fara heim fyrr en þær tóku þátt í myndbandagerð. Til þess að sannfæra konurnar var þeim sagt að þær yrðu nafnlausar og óþekkjanlegar út frá myndböndunum. Myndböndin yrði jafnframt ekki birt á netinu heldur seld á erlenda markaði, en seinna meir kom í ljós að þeim var ætlað að fara í dreifingu í Norður-Ameríku að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Upplifun fórnarlambanna er ýmist á þann veg að þær hafi verið sviknar en í alvarlegustu tilfellum þvingaðar til athafna sem þær vildu ekki taka þátt. Líkt og áður sagði var þeim haldið á tökustað þar til þær féllust á að taka þátt í myndböndunum og margar hverjar beittar kynferðislegu ofbeldi. Í það minnsta einni hafi verið nauðgað. New York Times birti fyrr í mánuðinum grein eftir blaðamanninn Nicholas Kristof þar sem hann sagði Pornhub hýsta fjölda myndbanda sem sýndi nauðganir og barnaníðsefni. Er í greininni rætt við ungar konur sem lentu barnungar í því að vera misnotaðar, en myndböndin birtust á Pornhub án þess að gripið hefði verið inn í. Kortafyrirtækin Mastercard og Visa hafa ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. Bæði fyrirtæki hófu rannsókn á málinu eftir að ásakanirnar á hendur Pornhub komu fram. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Mastercard með Pornhub til skoðunar vegna ásakana um barnaníð Kortafyrirtækið Mastercard hefur til skoðunar ásakanir á hendur klámsíðunni Pornhub.com í kjölfar fullyrðinga um að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 6. desember 2020 22:42 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Sjá meira
Konurnar krefjast hver um sig um milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvarar tæplega 130 milljónum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lét loka síðunni í október 2019 þegar starfsmenn hennar voru handteknir og ákærðir. Í kjölfarið lét Pornhub og aðrar síður MindGeek loka fyrir stöð Girls Do Porn. Eigendurnir Michael James Pratt og Matthew Isaac Wolfe, ásamt tveimur samstarfsmönnum þeirra, hafa verið ákærðir fyrir mansal. Þau fórnarlömb sem birtust í myndböndunum segjast hafa ítrekað haft samband við MindGeek og var fyrsta málið höfðað fyrir hönd nokkurra fórnarlamba í júlí. MindGeek hefði þó átt að vera ljóst frá árinu 2009 að þær konur sem birtust í myndböndunum gerðu það ekki af fúsum og frjálsum vilja. „Þrátt fyrir þá vitneskju hélt MindGeek áfram samstarfi við Girls Do Porn, án þess að rannsaka eða efast um þann samstarfsaðila í ljósi þeirra gífurlegu sönnunargagna um mansal sem send voru til MindGeek,“ segir í stefnunni. Fyrirtækinu hafi verið sama þar til það gat ekki lengur grætt á myndböndunum. Óskuðu eftir fyrirsætum Girls Do Porn lokkaði ungar konur til sín með því að auglýsa fyrirsætustörf áður en þeim var gert ljóst að um væri að ræða framleiðslu á klámmyndböndum. Eru sumar konurnar sagðar hafa verið þvingaðar til þess að skrifa undir skjöl án þess að fá að lesa þau og þær ekki mátt fara heim fyrr en þær tóku þátt í myndbandagerð. Til þess að sannfæra konurnar var þeim sagt að þær yrðu nafnlausar og óþekkjanlegar út frá myndböndunum. Myndböndin yrði jafnframt ekki birt á netinu heldur seld á erlenda markaði, en seinna meir kom í ljós að þeim var ætlað að fara í dreifingu í Norður-Ameríku að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Upplifun fórnarlambanna er ýmist á þann veg að þær hafi verið sviknar en í alvarlegustu tilfellum þvingaðar til athafna sem þær vildu ekki taka þátt. Líkt og áður sagði var þeim haldið á tökustað þar til þær féllust á að taka þátt í myndböndunum og margar hverjar beittar kynferðislegu ofbeldi. Í það minnsta einni hafi verið nauðgað. New York Times birti fyrr í mánuðinum grein eftir blaðamanninn Nicholas Kristof þar sem hann sagði Pornhub hýsta fjölda myndbanda sem sýndi nauðganir og barnaníðsefni. Er í greininni rætt við ungar konur sem lentu barnungar í því að vera misnotaðar, en myndböndin birtust á Pornhub án þess að gripið hefði verið inn í. Kortafyrirtækin Mastercard og Visa hafa ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. Bæði fyrirtæki hófu rannsókn á málinu eftir að ásakanirnar á hendur Pornhub komu fram.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Mastercard með Pornhub til skoðunar vegna ásakana um barnaníð Kortafyrirtækið Mastercard hefur til skoðunar ásakanir á hendur klámsíðunni Pornhub.com í kjölfar fullyrðinga um að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 6. desember 2020 22:42 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Sjá meira
Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05
Mastercard með Pornhub til skoðunar vegna ásakana um barnaníð Kortafyrirtækið Mastercard hefur til skoðunar ásakanir á hendur klámsíðunni Pornhub.com í kjölfar fullyrðinga um að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 6. desember 2020 22:42