Hvetja Evrópubúa til grímunotkunar í jólaboðum Sylvía Hall skrifar 16. desember 2020 18:39 WHO hvetur til frekari grímunotkunar. AP/Cecilia Fabiano Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir útlit fyrir aðra bylgju í Evrópu snemma árs 2021 ef áfram heldur sem horfir, enda fari smitum ört fjölgandi. Stofnunin hvetur því fólk til þess að auka grímunotkun og nota grímur einnig í jólaboðum með fjölskyldu yfir hátíðirnar. Fjöldi Evrópuríkja hefur tilkynnt hertar aðgerðir vegna stöðu kórónuveirufaraldursins. Þýskaland kynnti hertari aðgerðir í dag og hefur nú verið lokað fyrir alla verslun og þjónustu, að matvöruverslunum og bönkum undanskildum. Veitingastaðir, barir og aðrir samkomusalir hafa verið lokaðir síðan í nóvember en skólum verður einnig lokað nú eftir að aðgerðir voru hertar. Þá kynnti Danmörk einnig hertar aðgerðir í dag og er verslunum, öðrum en matvörubúðum og apótekum, gert að loka fram yfir áramót. Mest mega tíu manns koma saman en þó biðlaði Mette Frederiksen forsætisráðherra til fólks að líta ekki á það sem viðmið. Fólk ætti heilt yfir að umgangast sem fæsta. Halda fjölskyldusamkomur utandyra ef mögulegt Í yfirlýsingu frá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru einstaklingar, fjölskyldur og samfélög í heild sinni beðin um að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Fólk eigi að forðast samkomur innandyra, enda hafi það ýtt undir frekari útbreiðslu yfir vetrarmánuðina. Því er biðlað til fólks að halda fjölskyldusamkomur utandyra ef slíkur möguleiki er fyrir hendi. Ef fólk hittist innandyra eigi það helst að nota grímur og huga að fjarlægðartakmörkunum. „Ykkur gæti fundist vandræðalegt að nota grímur og halda fjarlægð með vinum og fjölskyldu, en slíkt eykur líkurnar á því að allir verði öruggir og heilbrigðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Viðkvæmir hópar eða eldri vinir og ættingjar gætu átt erfitt með að biðja ástvini um að halda fjarlægð, sama þó þeir upplifi kvíða eða áhyggjur. Sýnið tillit til þess sem aðrir gætu verið að upplifa og þeirra erfiðu ákvarðana sem þau gætu þurft að taka.“ Jólin verða óvenjuleg í ár.Getty Bóluefni í augsýn Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í morgun að öll aðildarríki sambandsins ættu að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni sama daginn. Ekki er þó ljóst hvaða dag það verður. Með þessu myndu ríkin sýna fram á samstöðu sín á milli, en bólusetningar eru þegar hafnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að fundi, þar sem afstaða verði tekin um hvort að veita skuli markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer, yrði flýtt til 21. desember. Upphaflega stóð til að fundur stofnunarinnar yrði haldinn 29. desember. Á Þorláksmessu, 23. desember, mun framkvæmdastjórn ESB svo taka endanlega ákvörðun um markaðsleyfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Fjöldi Evrópuríkja hefur tilkynnt hertar aðgerðir vegna stöðu kórónuveirufaraldursins. Þýskaland kynnti hertari aðgerðir í dag og hefur nú verið lokað fyrir alla verslun og þjónustu, að matvöruverslunum og bönkum undanskildum. Veitingastaðir, barir og aðrir samkomusalir hafa verið lokaðir síðan í nóvember en skólum verður einnig lokað nú eftir að aðgerðir voru hertar. Þá kynnti Danmörk einnig hertar aðgerðir í dag og er verslunum, öðrum en matvörubúðum og apótekum, gert að loka fram yfir áramót. Mest mega tíu manns koma saman en þó biðlaði Mette Frederiksen forsætisráðherra til fólks að líta ekki á það sem viðmið. Fólk ætti heilt yfir að umgangast sem fæsta. Halda fjölskyldusamkomur utandyra ef mögulegt Í yfirlýsingu frá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru einstaklingar, fjölskyldur og samfélög í heild sinni beðin um að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Fólk eigi að forðast samkomur innandyra, enda hafi það ýtt undir frekari útbreiðslu yfir vetrarmánuðina. Því er biðlað til fólks að halda fjölskyldusamkomur utandyra ef slíkur möguleiki er fyrir hendi. Ef fólk hittist innandyra eigi það helst að nota grímur og huga að fjarlægðartakmörkunum. „Ykkur gæti fundist vandræðalegt að nota grímur og halda fjarlægð með vinum og fjölskyldu, en slíkt eykur líkurnar á því að allir verði öruggir og heilbrigðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Viðkvæmir hópar eða eldri vinir og ættingjar gætu átt erfitt með að biðja ástvini um að halda fjarlægð, sama þó þeir upplifi kvíða eða áhyggjur. Sýnið tillit til þess sem aðrir gætu verið að upplifa og þeirra erfiðu ákvarðana sem þau gætu þurft að taka.“ Jólin verða óvenjuleg í ár.Getty Bóluefni í augsýn Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í morgun að öll aðildarríki sambandsins ættu að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni sama daginn. Ekki er þó ljóst hvaða dag það verður. Með þessu myndu ríkin sýna fram á samstöðu sín á milli, en bólusetningar eru þegar hafnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að fundi, þar sem afstaða verði tekin um hvort að veita skuli markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer, yrði flýtt til 21. desember. Upphaflega stóð til að fundur stofnunarinnar yrði haldinn 29. desember. Á Þorláksmessu, 23. desember, mun framkvæmdastjórn ESB svo taka endanlega ákvörðun um markaðsleyfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07