Luka­ku hetjan úr víta­spyrnu sem Napoli menn voru brjálaðir yfir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Insigne var allt annað en sáttur við dóminn og fékk beint rautt spjald.
Insigne var allt annað en sáttur við dóminn og fékk beint rautt spjald. Marco Luzzani/Getty

Romelu Lukaku skoraði eina markið er Inter vann 1-0 sigur á Napoli í stórleik umferðarinnar í ítalska boltanum í knattspyrnu.

Staðan var markalaus allt þangað til á 71. mínútu en þá dró til tíðinda. Inter fékk vítaspyrnu við litla hrifningu Napoli.

Lorenzo Insigne mótmælti það mikið að hann fékk beint rautt spjald en Lukaku sér fátt um finnast og skoraði úr vítinu. Lokatölur 1-0.

Inter er í öðru sætinu með 27 stig, stigi á eftir AC Milan. Napoli er í fjórða sætinu með 23 stig.

AC Milan gerði 2-2 jafntefli við Genoa á útivelli. Milan kom í tvígang til baka og jafnaði er sjö mínútur voru eftir, stig sem heldur toppsætinu.

Andri Fannar Baldursson spilaði í tíu mínútur er Bologna gerði ótrúlegt 2-2 jafntefli við á Spezia á útivelli. Jöfnunarmark Bologna kom á 92. mínútu og þeir fengu vítaspyrnu á 96. mínútu sem fór forgörðum. Bologna er í tólfta sæti deildarinnar.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira