Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2020 13:42 Samfylkingin virðist ekki sjá neitt bogið við það að verja því fé sem það fær úr almannasjóðum til að auglýsa sig á Facebook Marks Zuckerberg. visir/egill Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna má sjá ef skýrsla auglýsingasafns Facebook er skoðuð. Heildarfjöldi auglýsinga í auglýsingasafni 16. september til 14. desember 2020 eru 1.900. Á daginn kemur að Samfylkingin er æstastur allra flokka að koma sér á framfæri á þessum umdeilda vettvangi. Hefur auglýst fyrir 849 þúsund krónur. Framsókn lætur hins vegar minnst að sér kveða og hefur aðeins sett rúmar fjögur þúsund krónur í það að kaupa sér athygli á Facebook. Athygli vekur að á hæla Samfylkingarinnar kemur Flokkur fólksins 670 þúsund krónur. Auglýsingastarfsemi flokkanna Þetta kemur fram ef sett eru inn leitarskilyrði fyrir því hversu miklu flokkarnir á þingi hafa eytt í Facebook-auglýsingar síðustu 90 daga eða frá 15. september en þing var sett 1. október. Rétt er að vekja athygli á því að hér er aðeins um einn þátt auglýsingastarfsemi flokkanna að ræða. Framlag úr sjóðum almennings til stjórnmálaflokkanna er rausnarlegt. Þeir átta flokkar sem sitja á þingi núna fá 728 milljónir króna framlag úr ríkissjóði á næsta ári. Sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða,“ segir í Kjarnanum sem fjallaði um þessar fjárreiður í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið eiga einkareknir fjölmiðlar á Íslandi í vök að verjast, rekstur þeirra stendur almennt illa. Samkvæmt ýmsum skýrslum sem hafa verið gerðar eru það, auk sóknar ríkisins sjálfs með RÚV ohf á auglýsingamarkað, ekki síst samfélagsmiðlar sem gerir íslenskum fjölmiðlum erfitt fyrir. Ýmsir sem nýta sér þennan auglýsingakost Samfélagsmiðlar taka til sín æ stærri skerf af því fé sem rennur til auglýsinga en á því grundvallast rekstur fjölmiðla. Samfélagsmiðlar borga ekki skatta né önnur gjöld til samneyslunnar af þeim tekjum sínum. Né gegna þeir neinum skyldum en almennt er talið að fjölmiðlar gegni mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga sem miðar að upplýstri afstöðu. Sem er hornsteinn lýðræðis. Þegar nánar er að gáð má sjá að VG ver fé til að auglýsa hlaðvarp sérstaklega fyrir 84 þúsund krónur. Þá eru ýmsir stjórnmálamenn sem nýta sér þessa leið til að vekja athygli á hinu og þessu svo sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka sem hefur á undanförnum 90 dögum varið 35 þúsund krónum í að auka dreifingu efnis, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur einnig nýtt sér þetta og varið til þess 24 þúsund krónum, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Jón Steindór Viðreisnarmaður hafa eytt tæplega 22 þúsund krónum í þetta hið sama. Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra eru með sitthvorar átján þúsund krónurnar í þetta. Og þannig mætti áfram telja. Fréttin hefur verið uppfærð með ítarlegri upplýsingum. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna má sjá ef skýrsla auglýsingasafns Facebook er skoðuð. Heildarfjöldi auglýsinga í auglýsingasafni 16. september til 14. desember 2020 eru 1.900. Á daginn kemur að Samfylkingin er æstastur allra flokka að koma sér á framfæri á þessum umdeilda vettvangi. Hefur auglýst fyrir 849 þúsund krónur. Framsókn lætur hins vegar minnst að sér kveða og hefur aðeins sett rúmar fjögur þúsund krónur í það að kaupa sér athygli á Facebook. Athygli vekur að á hæla Samfylkingarinnar kemur Flokkur fólksins 670 þúsund krónur. Auglýsingastarfsemi flokkanna Þetta kemur fram ef sett eru inn leitarskilyrði fyrir því hversu miklu flokkarnir á þingi hafa eytt í Facebook-auglýsingar síðustu 90 daga eða frá 15. september en þing var sett 1. október. Rétt er að vekja athygli á því að hér er aðeins um einn þátt auglýsingastarfsemi flokkanna að ræða. Framlag úr sjóðum almennings til stjórnmálaflokkanna er rausnarlegt. Þeir átta flokkar sem sitja á þingi núna fá 728 milljónir króna framlag úr ríkissjóði á næsta ári. Sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða,“ segir í Kjarnanum sem fjallaði um þessar fjárreiður í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið eiga einkareknir fjölmiðlar á Íslandi í vök að verjast, rekstur þeirra stendur almennt illa. Samkvæmt ýmsum skýrslum sem hafa verið gerðar eru það, auk sóknar ríkisins sjálfs með RÚV ohf á auglýsingamarkað, ekki síst samfélagsmiðlar sem gerir íslenskum fjölmiðlum erfitt fyrir. Ýmsir sem nýta sér þennan auglýsingakost Samfélagsmiðlar taka til sín æ stærri skerf af því fé sem rennur til auglýsinga en á því grundvallast rekstur fjölmiðla. Samfélagsmiðlar borga ekki skatta né önnur gjöld til samneyslunnar af þeim tekjum sínum. Né gegna þeir neinum skyldum en almennt er talið að fjölmiðlar gegni mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga sem miðar að upplýstri afstöðu. Sem er hornsteinn lýðræðis. Þegar nánar er að gáð má sjá að VG ver fé til að auglýsa hlaðvarp sérstaklega fyrir 84 þúsund krónur. Þá eru ýmsir stjórnmálamenn sem nýta sér þessa leið til að vekja athygli á hinu og þessu svo sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka sem hefur á undanförnum 90 dögum varið 35 þúsund krónum í að auka dreifingu efnis, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur einnig nýtt sér þetta og varið til þess 24 þúsund krónum, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Jón Steindór Viðreisnarmaður hafa eytt tæplega 22 þúsund krónum í þetta hið sama. Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra eru með sitthvorar átján þúsund krónurnar í þetta. Og þannig mætti áfram telja. Fréttin hefur verið uppfærð með ítarlegri upplýsingum.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent