Bara væl í Jürgen Klopp að mati Jose Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 09:00 Virgil van Dijk haltrar af velli á móti Everton með slitið krossband. Getty/Andrew Powell Jose Mourinho gerði lítið úr meiðslavandræðum Liverpool liðsins á blaðamannafundi fyrir leik liðanna í kvöld. Það eru bara ein stór meiðsli hjá Liverpool ef marka má orð Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar mætast á Anfield í kvöld. Mourinho hélt því fram á blaðamannafundi í gær að einu meiðslin hjá Liverpool sem væri ástæða til að ræða um væri þau hjá hollenska miðverðinum Virgil Van Dijk. Virgil Van Dijk sleit krossband í byrjun leiktíðar og spilar væntanlega ekki meira á tímabilinu. „Öll lið lenda í meiðslum við og við. Liverpool hefur ein stór meiðsli og það eru meiðsli Van Dijk,“ sagði Jose Mourinho. Jose Mourinho isn't having all this talk of an injury crisis at Liverpool #LIVTOT #LFC #THFC— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2020 „Meiðsli eru eðlileg. James Milner er meiddur, [Erik] Lamela er meiddur,“ sagði Mourinho. Auk meiðsla Van Dijk og Milner þá verður Jürgen Klopp án þeirra Joe Gomez, Diogo Jota, Kostas Tsimikas, Thiago Alcantara og Xherdan Shaqiri í leiknum á móti Tottenham auk þess að þeir Naby Keita og Joel Matip eru tæpir fyrir leikinn. „Ég held að Alisson sé ekki meiddur. [Trent] Alexander-Arnold er ekki meiddur. Matip, ég held að hann muni spila. Fabinho er ekki meiddur. [Andrew] Robertson er ekki meiddur. [Jordan] Henderson er ekki meiddur. [Georginio] Wijnaldum er ekki meiddur. [Mohamed] Salah er ekki meiddur, [Roberto] Firmino er ekki meiddur, [Sadio] Mane er ekki meiddur,“ taldi Jose Mourinho upp. „Van Dijk er meiddur og Van Dijk er auðvitað mjög góður leikmaður. Látið mig hins vegar fá meiðslalista Liverpool og berið hann saman við besta liðið hjá Liverpool,“ sagði Mourinho. „Ég get talið upp tíu meiðsli hjá Tottenham. Það eru tveir krakkar í sextán ára liðinu meiddur, aðrir tveir í 21 árs liðinu glíma við meiðsli sem og tveir í 23 ára liðinu. Svo eru þeir Lamela og [Japhet] Tanganga meiddir. Þarna eru við komnir með tíu manna lista,“ sagði Mourinho. „En er [Hugo] Lloris meiddur? Nei. [Toby] Alderweireld meiddur? Nei. [Eric] Dier meiddur? Nei.[Sergio] Reguilon meiddur? Nei. Harry Kane meiddur? Nei. Son [Heung-min] meiddur? Nei. Lucas [Moura] meiddur? Nei. Svo hvar eru meiðslin,“ spurði Jose Mourinho. Enski boltinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Það eru bara ein stór meiðsli hjá Liverpool ef marka má orð Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar mætast á Anfield í kvöld. Mourinho hélt því fram á blaðamannafundi í gær að einu meiðslin hjá Liverpool sem væri ástæða til að ræða um væri þau hjá hollenska miðverðinum Virgil Van Dijk. Virgil Van Dijk sleit krossband í byrjun leiktíðar og spilar væntanlega ekki meira á tímabilinu. „Öll lið lenda í meiðslum við og við. Liverpool hefur ein stór meiðsli og það eru meiðsli Van Dijk,“ sagði Jose Mourinho. Jose Mourinho isn't having all this talk of an injury crisis at Liverpool #LIVTOT #LFC #THFC— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2020 „Meiðsli eru eðlileg. James Milner er meiddur, [Erik] Lamela er meiddur,“ sagði Mourinho. Auk meiðsla Van Dijk og Milner þá verður Jürgen Klopp án þeirra Joe Gomez, Diogo Jota, Kostas Tsimikas, Thiago Alcantara og Xherdan Shaqiri í leiknum á móti Tottenham auk þess að þeir Naby Keita og Joel Matip eru tæpir fyrir leikinn. „Ég held að Alisson sé ekki meiddur. [Trent] Alexander-Arnold er ekki meiddur. Matip, ég held að hann muni spila. Fabinho er ekki meiddur. [Andrew] Robertson er ekki meiddur. [Jordan] Henderson er ekki meiddur. [Georginio] Wijnaldum er ekki meiddur. [Mohamed] Salah er ekki meiddur, [Roberto] Firmino er ekki meiddur, [Sadio] Mane er ekki meiddur,“ taldi Jose Mourinho upp. „Van Dijk er meiddur og Van Dijk er auðvitað mjög góður leikmaður. Látið mig hins vegar fá meiðslalista Liverpool og berið hann saman við besta liðið hjá Liverpool,“ sagði Mourinho. „Ég get talið upp tíu meiðsli hjá Tottenham. Það eru tveir krakkar í sextán ára liðinu meiddur, aðrir tveir í 21 árs liðinu glíma við meiðsli sem og tveir í 23 ára liðinu. Svo eru þeir Lamela og [Japhet] Tanganga meiddir. Þarna eru við komnir með tíu manna lista,“ sagði Mourinho. „En er [Hugo] Lloris meiddur? Nei. [Toby] Alderweireld meiddur? Nei. [Eric] Dier meiddur? Nei.[Sergio] Reguilon meiddur? Nei. Harry Kane meiddur? Nei. Son [Heung-min] meiddur? Nei. Lucas [Moura] meiddur? Nei. Svo hvar eru meiðslin,“ spurði Jose Mourinho.
Enski boltinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti