Bara væl í Jürgen Klopp að mati Jose Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 09:00 Virgil van Dijk haltrar af velli á móti Everton með slitið krossband. Getty/Andrew Powell Jose Mourinho gerði lítið úr meiðslavandræðum Liverpool liðsins á blaðamannafundi fyrir leik liðanna í kvöld. Það eru bara ein stór meiðsli hjá Liverpool ef marka má orð Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar mætast á Anfield í kvöld. Mourinho hélt því fram á blaðamannafundi í gær að einu meiðslin hjá Liverpool sem væri ástæða til að ræða um væri þau hjá hollenska miðverðinum Virgil Van Dijk. Virgil Van Dijk sleit krossband í byrjun leiktíðar og spilar væntanlega ekki meira á tímabilinu. „Öll lið lenda í meiðslum við og við. Liverpool hefur ein stór meiðsli og það eru meiðsli Van Dijk,“ sagði Jose Mourinho. Jose Mourinho isn't having all this talk of an injury crisis at Liverpool #LIVTOT #LFC #THFC— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2020 „Meiðsli eru eðlileg. James Milner er meiddur, [Erik] Lamela er meiddur,“ sagði Mourinho. Auk meiðsla Van Dijk og Milner þá verður Jürgen Klopp án þeirra Joe Gomez, Diogo Jota, Kostas Tsimikas, Thiago Alcantara og Xherdan Shaqiri í leiknum á móti Tottenham auk þess að þeir Naby Keita og Joel Matip eru tæpir fyrir leikinn. „Ég held að Alisson sé ekki meiddur. [Trent] Alexander-Arnold er ekki meiddur. Matip, ég held að hann muni spila. Fabinho er ekki meiddur. [Andrew] Robertson er ekki meiddur. [Jordan] Henderson er ekki meiddur. [Georginio] Wijnaldum er ekki meiddur. [Mohamed] Salah er ekki meiddur, [Roberto] Firmino er ekki meiddur, [Sadio] Mane er ekki meiddur,“ taldi Jose Mourinho upp. „Van Dijk er meiddur og Van Dijk er auðvitað mjög góður leikmaður. Látið mig hins vegar fá meiðslalista Liverpool og berið hann saman við besta liðið hjá Liverpool,“ sagði Mourinho. „Ég get talið upp tíu meiðsli hjá Tottenham. Það eru tveir krakkar í sextán ára liðinu meiddur, aðrir tveir í 21 árs liðinu glíma við meiðsli sem og tveir í 23 ára liðinu. Svo eru þeir Lamela og [Japhet] Tanganga meiddir. Þarna eru við komnir með tíu manna lista,“ sagði Mourinho. „En er [Hugo] Lloris meiddur? Nei. [Toby] Alderweireld meiddur? Nei. [Eric] Dier meiddur? Nei.[Sergio] Reguilon meiddur? Nei. Harry Kane meiddur? Nei. Son [Heung-min] meiddur? Nei. Lucas [Moura] meiddur? Nei. Svo hvar eru meiðslin,“ spurði Jose Mourinho. Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Sjá meira
Það eru bara ein stór meiðsli hjá Liverpool ef marka má orð Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar mætast á Anfield í kvöld. Mourinho hélt því fram á blaðamannafundi í gær að einu meiðslin hjá Liverpool sem væri ástæða til að ræða um væri þau hjá hollenska miðverðinum Virgil Van Dijk. Virgil Van Dijk sleit krossband í byrjun leiktíðar og spilar væntanlega ekki meira á tímabilinu. „Öll lið lenda í meiðslum við og við. Liverpool hefur ein stór meiðsli og það eru meiðsli Van Dijk,“ sagði Jose Mourinho. Jose Mourinho isn't having all this talk of an injury crisis at Liverpool #LIVTOT #LFC #THFC— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2020 „Meiðsli eru eðlileg. James Milner er meiddur, [Erik] Lamela er meiddur,“ sagði Mourinho. Auk meiðsla Van Dijk og Milner þá verður Jürgen Klopp án þeirra Joe Gomez, Diogo Jota, Kostas Tsimikas, Thiago Alcantara og Xherdan Shaqiri í leiknum á móti Tottenham auk þess að þeir Naby Keita og Joel Matip eru tæpir fyrir leikinn. „Ég held að Alisson sé ekki meiddur. [Trent] Alexander-Arnold er ekki meiddur. Matip, ég held að hann muni spila. Fabinho er ekki meiddur. [Andrew] Robertson er ekki meiddur. [Jordan] Henderson er ekki meiddur. [Georginio] Wijnaldum er ekki meiddur. [Mohamed] Salah er ekki meiddur, [Roberto] Firmino er ekki meiddur, [Sadio] Mane er ekki meiddur,“ taldi Jose Mourinho upp. „Van Dijk er meiddur og Van Dijk er auðvitað mjög góður leikmaður. Látið mig hins vegar fá meiðslalista Liverpool og berið hann saman við besta liðið hjá Liverpool,“ sagði Mourinho. „Ég get talið upp tíu meiðsli hjá Tottenham. Það eru tveir krakkar í sextán ára liðinu meiddur, aðrir tveir í 21 árs liðinu glíma við meiðsli sem og tveir í 23 ára liðinu. Svo eru þeir Lamela og [Japhet] Tanganga meiddir. Þarna eru við komnir með tíu manna lista,“ sagði Mourinho. „En er [Hugo] Lloris meiddur? Nei. [Toby] Alderweireld meiddur? Nei. [Eric] Dier meiddur? Nei.[Sergio] Reguilon meiddur? Nei. Harry Kane meiddur? Nei. Son [Heung-min] meiddur? Nei. Lucas [Moura] meiddur? Nei. Svo hvar eru meiðslin,“ spurði Jose Mourinho.
Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Sjá meira