Mildaðir nauðgunardómar séu afleiðing manneklu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. desember 2020 19:45 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari hjá ríkissaksóknara. Vísir/ArnarHalldórs Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum eru mildaðir í Landsrétti vegna dráttar á málsmeðferð. Þingmaður Viðreisnar segir ástæðuna vera aukinn málafjölda og skort á starfsfólki hjá ákæruvaldinu. Síðustu misseri hefur fréttastofa ítrekað fjallað um að kynferðisbrotadómar séu mildaðir í Landsrétti. Síðasta föstudag fjölluðum við til að mynda um að Landsréttur hefði mildað dóm yfir tveimur mönnum sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku árið 2017. Mennirnir fengu tveggja ára fangelsisdóm í Landsrétti en höfðu hlotið þriggja ára dóm í héraði. Landsréttur vísaði meðal annars til dráttar á meðferð málsins hjá ákæruvaldinu. „Þetta eru leikreglurnar í sakamálum. Þegar að málsmeðferð hefur drengist um of og það er ekki sakbornigi um kenna er það bara viðurkennt mannréttindasjónarmið að svona eigi að gera,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum séu mildaðir af þessari ástæðu og ræddi Þorbjörg þessi mál á Alþingi í dag. „Skýrning er ekkert flóknari en sú að það vantar fleira fólk. Það er að koma fram núna að það er fjörutíu prósent aukning á málum hjá ákæruvaldinu og það hefur komið fram að það er þörf á starfsfólki og ef við erum nú þegar í þessari stöðu þá finnst mér blasa við að við erum ekkert að komast upp úr þessum hjólförum ef ekki verður breyting á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún sjái ekki vísbendingar um að bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. Það sé hins vegar nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að menn fái vægari refsingar en þeir hefðu átt að fá fyrir svo alvarleg brot. Þjóðfélagslegir hagsmunir kalli á breytingar. „Það er stór mál að leggja upp í það að leggja fram kæru. Við vitum öll að það er stórt mál að stíga þetta skref. Biðin er þungbær og síðan kemur dómur og þá gerist þetta,“ segir Þorbjörg og bætir við að mikilvægt sé að brugðist sé við stöðunni. Dómsmál Alþingi Lögreglan Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Viðreisn Tengdar fréttir Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. 11. desember 2020 17:26 Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. 17. nóvember 2020 11:07 Dómur mildaður í nauðgunarmáli manns sem kom GPS-tæki fyrir í bíl konu sinnar Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. 20. september 2019 16:59 Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. 8. mars 2019 18:50 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Sjá meira
Síðustu misseri hefur fréttastofa ítrekað fjallað um að kynferðisbrotadómar séu mildaðir í Landsrétti. Síðasta föstudag fjölluðum við til að mynda um að Landsréttur hefði mildað dóm yfir tveimur mönnum sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku árið 2017. Mennirnir fengu tveggja ára fangelsisdóm í Landsrétti en höfðu hlotið þriggja ára dóm í héraði. Landsréttur vísaði meðal annars til dráttar á meðferð málsins hjá ákæruvaldinu. „Þetta eru leikreglurnar í sakamálum. Þegar að málsmeðferð hefur drengist um of og það er ekki sakbornigi um kenna er það bara viðurkennt mannréttindasjónarmið að svona eigi að gera,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum séu mildaðir af þessari ástæðu og ræddi Þorbjörg þessi mál á Alþingi í dag. „Skýrning er ekkert flóknari en sú að það vantar fleira fólk. Það er að koma fram núna að það er fjörutíu prósent aukning á málum hjá ákæruvaldinu og það hefur komið fram að það er þörf á starfsfólki og ef við erum nú þegar í þessari stöðu þá finnst mér blasa við að við erum ekkert að komast upp úr þessum hjólförum ef ekki verður breyting á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún sjái ekki vísbendingar um að bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. Það sé hins vegar nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að menn fái vægari refsingar en þeir hefðu átt að fá fyrir svo alvarleg brot. Þjóðfélagslegir hagsmunir kalli á breytingar. „Það er stór mál að leggja upp í það að leggja fram kæru. Við vitum öll að það er stórt mál að stíga þetta skref. Biðin er þungbær og síðan kemur dómur og þá gerist þetta,“ segir Þorbjörg og bætir við að mikilvægt sé að brugðist sé við stöðunni.
Dómsmál Alþingi Lögreglan Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Viðreisn Tengdar fréttir Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. 11. desember 2020 17:26 Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. 17. nóvember 2020 11:07 Dómur mildaður í nauðgunarmáli manns sem kom GPS-tæki fyrir í bíl konu sinnar Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. 20. september 2019 16:59 Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. 8. mars 2019 18:50 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Sjá meira
Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. 11. desember 2020 17:26
Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. 17. nóvember 2020 11:07
Dómur mildaður í nauðgunarmáli manns sem kom GPS-tæki fyrir í bíl konu sinnar Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. 20. september 2019 16:59
Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. 8. mars 2019 18:50