Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Andri Eysteinsson skrifar 8. mars 2019 18:50 Landsréttur mildaði dóminn sem féll í héraði. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. Miklar tafir, sem rekja mátti til ákæruvaldsins, voru á málsmeðferð málsins og auk þess var um fyrsta brot ákærða að ræða. Af þeim sökum mildaði Landsréttur tveggja ára dóminn niður í eins og hálfs árs fangelsisvist.Lesa má dóm Landsréttar í heild sinni hér. Dómur í málinu féll upphaflega þriðjudaginn 17. október 2017, þar var karlmaður fæddur 1979 sakfelldur fyrir að hafa neytt konu til annarra kynferðismaka en samræðis, aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 2015 á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn skömmu seinna eftir að konan hafði tilkynnt lögreglu um brotið.Breyttur framburður dró úr trúverðugleika Konan tjáði lögreglu að maðurinn hafi verið að dansa á dansgólfi veitingastaðarins þegar ákærði kom til hennar, konan sagðist hafa elt manninn sem hafði ætlað að bjóða henni upp á drykk en þess í stað leitt hana inn á salerni staðarins. Þar hafi hann neytt hana til munnmaka auk þess sem að hann fór með fingur sinn í leggöng hennar. Ákærði, sem var starfsmaður staðarins, var í fríi þetta kvöld og kvað kynferðismökin hafa verið með samþykki konunnar. Lögregla yfirheyrði manninn morguninn eftir og neitaði hann í fyrstu að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað. Maðurinn óskaði seinna eftir því að breyta framburði sína og sagði hann þar kynferðislegu athafnirnar verið með samþykki brotaþola. Mat Héraðsdómur breyttan framburð mannsins draga úr trúverðugleika framburðarins.Tafirnar í andstöðu við ákvæði sem tryggja eiga réttlátamálsmeðferð Í dómi Landsréttar er saga málsins rakin og greint frá því að brotið hafi verið framið 12. apríl 2015 en ákæra gefin út 27. febrúar 2017, 22 mánuðum eftir að brotið var framið. Aðalmeðferð hófst 4. september og var dómur kveðinn upp 17. október. Ekki hafa komið fram skýringar á töfunum sem urðu á málsmeðferð og kvað Landsréttur meðferðina því í andstöðu við ákvæði laga nr.88/2008, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um réttláta málsmeðferð. Tekið var tillit til þess við úrskurð Landsréttar.Lesa má dóminn í heild inni hér. Dómsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. Miklar tafir, sem rekja mátti til ákæruvaldsins, voru á málsmeðferð málsins og auk þess var um fyrsta brot ákærða að ræða. Af þeim sökum mildaði Landsréttur tveggja ára dóminn niður í eins og hálfs árs fangelsisvist.Lesa má dóm Landsréttar í heild sinni hér. Dómur í málinu féll upphaflega þriðjudaginn 17. október 2017, þar var karlmaður fæddur 1979 sakfelldur fyrir að hafa neytt konu til annarra kynferðismaka en samræðis, aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 2015 á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn skömmu seinna eftir að konan hafði tilkynnt lögreglu um brotið.Breyttur framburður dró úr trúverðugleika Konan tjáði lögreglu að maðurinn hafi verið að dansa á dansgólfi veitingastaðarins þegar ákærði kom til hennar, konan sagðist hafa elt manninn sem hafði ætlað að bjóða henni upp á drykk en þess í stað leitt hana inn á salerni staðarins. Þar hafi hann neytt hana til munnmaka auk þess sem að hann fór með fingur sinn í leggöng hennar. Ákærði, sem var starfsmaður staðarins, var í fríi þetta kvöld og kvað kynferðismökin hafa verið með samþykki konunnar. Lögregla yfirheyrði manninn morguninn eftir og neitaði hann í fyrstu að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað. Maðurinn óskaði seinna eftir því að breyta framburði sína og sagði hann þar kynferðislegu athafnirnar verið með samþykki brotaþola. Mat Héraðsdómur breyttan framburð mannsins draga úr trúverðugleika framburðarins.Tafirnar í andstöðu við ákvæði sem tryggja eiga réttlátamálsmeðferð Í dómi Landsréttar er saga málsins rakin og greint frá því að brotið hafi verið framið 12. apríl 2015 en ákæra gefin út 27. febrúar 2017, 22 mánuðum eftir að brotið var framið. Aðalmeðferð hófst 4. september og var dómur kveðinn upp 17. október. Ekki hafa komið fram skýringar á töfunum sem urðu á málsmeðferð og kvað Landsréttur meðferðina því í andstöðu við ákvæði laga nr.88/2008, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um réttláta málsmeðferð. Tekið var tillit til þess við úrskurð Landsréttar.Lesa má dóminn í heild inni hér.
Dómsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira