Mildaðir nauðgunardómar séu afleiðing manneklu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. desember 2020 19:45 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari hjá ríkissaksóknara. Vísir/ArnarHalldórs Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum eru mildaðir í Landsrétti vegna dráttar á málsmeðferð. Þingmaður Viðreisnar segir ástæðuna vera aukinn málafjölda og skort á starfsfólki hjá ákæruvaldinu. Síðustu misseri hefur fréttastofa ítrekað fjallað um að kynferðisbrotadómar séu mildaðir í Landsrétti. Síðasta föstudag fjölluðum við til að mynda um að Landsréttur hefði mildað dóm yfir tveimur mönnum sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku árið 2017. Mennirnir fengu tveggja ára fangelsisdóm í Landsrétti en höfðu hlotið þriggja ára dóm í héraði. Landsréttur vísaði meðal annars til dráttar á meðferð málsins hjá ákæruvaldinu. „Þetta eru leikreglurnar í sakamálum. Þegar að málsmeðferð hefur drengist um of og það er ekki sakbornigi um kenna er það bara viðurkennt mannréttindasjónarmið að svona eigi að gera,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum séu mildaðir af þessari ástæðu og ræddi Þorbjörg þessi mál á Alþingi í dag. „Skýrning er ekkert flóknari en sú að það vantar fleira fólk. Það er að koma fram núna að það er fjörutíu prósent aukning á málum hjá ákæruvaldinu og það hefur komið fram að það er þörf á starfsfólki og ef við erum nú þegar í þessari stöðu þá finnst mér blasa við að við erum ekkert að komast upp úr þessum hjólförum ef ekki verður breyting á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún sjái ekki vísbendingar um að bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. Það sé hins vegar nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að menn fái vægari refsingar en þeir hefðu átt að fá fyrir svo alvarleg brot. Þjóðfélagslegir hagsmunir kalli á breytingar. „Það er stór mál að leggja upp í það að leggja fram kæru. Við vitum öll að það er stórt mál að stíga þetta skref. Biðin er þungbær og síðan kemur dómur og þá gerist þetta,“ segir Þorbjörg og bætir við að mikilvægt sé að brugðist sé við stöðunni. Dómsmál Alþingi Lögreglan Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Viðreisn Tengdar fréttir Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. 11. desember 2020 17:26 Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. 17. nóvember 2020 11:07 Dómur mildaður í nauðgunarmáli manns sem kom GPS-tæki fyrir í bíl konu sinnar Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. 20. september 2019 16:59 Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. 8. mars 2019 18:50 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Síðustu misseri hefur fréttastofa ítrekað fjallað um að kynferðisbrotadómar séu mildaðir í Landsrétti. Síðasta föstudag fjölluðum við til að mynda um að Landsréttur hefði mildað dóm yfir tveimur mönnum sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku árið 2017. Mennirnir fengu tveggja ára fangelsisdóm í Landsrétti en höfðu hlotið þriggja ára dóm í héraði. Landsréttur vísaði meðal annars til dráttar á meðferð málsins hjá ákæruvaldinu. „Þetta eru leikreglurnar í sakamálum. Þegar að málsmeðferð hefur drengist um of og það er ekki sakbornigi um kenna er það bara viðurkennt mannréttindasjónarmið að svona eigi að gera,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum séu mildaðir af þessari ástæðu og ræddi Þorbjörg þessi mál á Alþingi í dag. „Skýrning er ekkert flóknari en sú að það vantar fleira fólk. Það er að koma fram núna að það er fjörutíu prósent aukning á málum hjá ákæruvaldinu og það hefur komið fram að það er þörf á starfsfólki og ef við erum nú þegar í þessari stöðu þá finnst mér blasa við að við erum ekkert að komast upp úr þessum hjólförum ef ekki verður breyting á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún sjái ekki vísbendingar um að bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. Það sé hins vegar nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að menn fái vægari refsingar en þeir hefðu átt að fá fyrir svo alvarleg brot. Þjóðfélagslegir hagsmunir kalli á breytingar. „Það er stór mál að leggja upp í það að leggja fram kæru. Við vitum öll að það er stórt mál að stíga þetta skref. Biðin er þungbær og síðan kemur dómur og þá gerist þetta,“ segir Þorbjörg og bætir við að mikilvægt sé að brugðist sé við stöðunni.
Dómsmál Alþingi Lögreglan Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Viðreisn Tengdar fréttir Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. 11. desember 2020 17:26 Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. 17. nóvember 2020 11:07 Dómur mildaður í nauðgunarmáli manns sem kom GPS-tæki fyrir í bíl konu sinnar Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. 20. september 2019 16:59 Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. 8. mars 2019 18:50 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. 11. desember 2020 17:26
Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. 17. nóvember 2020 11:07
Dómur mildaður í nauðgunarmáli manns sem kom GPS-tæki fyrir í bíl konu sinnar Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. 20. september 2019 16:59
Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. 8. mars 2019 18:50