Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 17:26 Dómur Landsréttar var birtur í dag þar sem fram kemur að dómur mannsins hafi verið mildaður úr tveggja ára fangelsi í átján mánaða fangelsi. Vísir/Vilhelm Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. Meðal þeirra þátta sem hafði áhrif á mildun dómsins var ungur aldur mannsins. Manninum var einnig gert að greiða brotaþola eina milljón í miskabætur. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi aðfaranótt 27. júlí 2017 brotið gegn konunni í kyrrstæðri bifreið með því að hafa með ofbeldi og hótunum haft við hana kynferðismök án samþykkis hennar og gegn hennar vilja. Varað er við grófum lýsingum á kynferðisbrotum og ofbeldi sem fram koma hér að neðan. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök en taldi dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Fram kom í málsflutningi mannsins og brotaþolans að þau hafi verið góðir vinir áður en atvikið átti sér stað. Þetta kvöld hafi brotaþoli sótt manninn á bíl sínum og þau farið í bíltúr. Eftir nokkra stund hafi þau lagt bílnum og þar hafi maðurinn þvingað hana til að fróa sér með því að toga í hár hennar og halda svo með annarri hendi sinni þétt utan um háls hennar framanverðan þannig að þrengdi að öndunarvegi hennar. Þá lét hann hönd brotaþola ítrekað á getnaðarlim sinn og þrengdi að hálsi hennar og fært hönd hennar aftur á getnaðarliminn í hvert sinn sem hún hafi hætt að fróa honum. Brotaþolinn fór á bráðamóttöku slysadeildar næsta dag, þann 27. júlí þar sem læknir mat við skoðun að hún væri töluvert aum fyrir framanverðan háls auk þess sem hún væri stíff vegna verkja og vöðvaspennu í hnakka og herðum. Þá væri hún með verki við þreifingu yfir vöðvum bæði framan og aftan á hálsi og væri hreyfigeta hennar skert vegna eymsla. Engir sjáanlegir áverkar voru á brotaþola utan roða í húð og örlítillar háræðafyllingar fremst í hálsi. Þá mat sálfræðingur nokkru síðar að sálræn einkenni brotaþola hafi stemmt við einkenni sem þekkt eru hjá fólki sem upplifað hefur alvarleg áföll. Hún hafi fundið fyrir áfallastreitueinkennum, depurð, kvíða, streitu og svefnvanda. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Meðal þeirra þátta sem hafði áhrif á mildun dómsins var ungur aldur mannsins. Manninum var einnig gert að greiða brotaþola eina milljón í miskabætur. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi aðfaranótt 27. júlí 2017 brotið gegn konunni í kyrrstæðri bifreið með því að hafa með ofbeldi og hótunum haft við hana kynferðismök án samþykkis hennar og gegn hennar vilja. Varað er við grófum lýsingum á kynferðisbrotum og ofbeldi sem fram koma hér að neðan. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök en taldi dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Fram kom í málsflutningi mannsins og brotaþolans að þau hafi verið góðir vinir áður en atvikið átti sér stað. Þetta kvöld hafi brotaþoli sótt manninn á bíl sínum og þau farið í bíltúr. Eftir nokkra stund hafi þau lagt bílnum og þar hafi maðurinn þvingað hana til að fróa sér með því að toga í hár hennar og halda svo með annarri hendi sinni þétt utan um háls hennar framanverðan þannig að þrengdi að öndunarvegi hennar. Þá lét hann hönd brotaþola ítrekað á getnaðarlim sinn og þrengdi að hálsi hennar og fært hönd hennar aftur á getnaðarliminn í hvert sinn sem hún hafi hætt að fróa honum. Brotaþolinn fór á bráðamóttöku slysadeildar næsta dag, þann 27. júlí þar sem læknir mat við skoðun að hún væri töluvert aum fyrir framanverðan háls auk þess sem hún væri stíff vegna verkja og vöðvaspennu í hnakka og herðum. Þá væri hún með verki við þreifingu yfir vöðvum bæði framan og aftan á hálsi og væri hreyfigeta hennar skert vegna eymsla. Engir sjáanlegir áverkar voru á brotaþola utan roða í húð og örlítillar háræðafyllingar fremst í hálsi. Þá mat sálfræðingur nokkru síðar að sálræn einkenni brotaþola hafi stemmt við einkenni sem þekkt eru hjá fólki sem upplifað hefur alvarleg áföll. Hún hafi fundið fyrir áfallastreitueinkennum, depurð, kvíða, streitu og svefnvanda.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira