Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 17:26 Dómur Landsréttar var birtur í dag þar sem fram kemur að dómur mannsins hafi verið mildaður úr tveggja ára fangelsi í átján mánaða fangelsi. Vísir/Vilhelm Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. Meðal þeirra þátta sem hafði áhrif á mildun dómsins var ungur aldur mannsins. Manninum var einnig gert að greiða brotaþola eina milljón í miskabætur. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi aðfaranótt 27. júlí 2017 brotið gegn konunni í kyrrstæðri bifreið með því að hafa með ofbeldi og hótunum haft við hana kynferðismök án samþykkis hennar og gegn hennar vilja. Varað er við grófum lýsingum á kynferðisbrotum og ofbeldi sem fram koma hér að neðan. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök en taldi dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Fram kom í málsflutningi mannsins og brotaþolans að þau hafi verið góðir vinir áður en atvikið átti sér stað. Þetta kvöld hafi brotaþoli sótt manninn á bíl sínum og þau farið í bíltúr. Eftir nokkra stund hafi þau lagt bílnum og þar hafi maðurinn þvingað hana til að fróa sér með því að toga í hár hennar og halda svo með annarri hendi sinni þétt utan um háls hennar framanverðan þannig að þrengdi að öndunarvegi hennar. Þá lét hann hönd brotaþola ítrekað á getnaðarlim sinn og þrengdi að hálsi hennar og fært hönd hennar aftur á getnaðarliminn í hvert sinn sem hún hafi hætt að fróa honum. Brotaþolinn fór á bráðamóttöku slysadeildar næsta dag, þann 27. júlí þar sem læknir mat við skoðun að hún væri töluvert aum fyrir framanverðan háls auk þess sem hún væri stíff vegna verkja og vöðvaspennu í hnakka og herðum. Þá væri hún með verki við þreifingu yfir vöðvum bæði framan og aftan á hálsi og væri hreyfigeta hennar skert vegna eymsla. Engir sjáanlegir áverkar voru á brotaþola utan roða í húð og örlítillar háræðafyllingar fremst í hálsi. Þá mat sálfræðingur nokkru síðar að sálræn einkenni brotaþola hafi stemmt við einkenni sem þekkt eru hjá fólki sem upplifað hefur alvarleg áföll. Hún hafi fundið fyrir áfallastreitueinkennum, depurð, kvíða, streitu og svefnvanda. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Meðal þeirra þátta sem hafði áhrif á mildun dómsins var ungur aldur mannsins. Manninum var einnig gert að greiða brotaþola eina milljón í miskabætur. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi aðfaranótt 27. júlí 2017 brotið gegn konunni í kyrrstæðri bifreið með því að hafa með ofbeldi og hótunum haft við hana kynferðismök án samþykkis hennar og gegn hennar vilja. Varað er við grófum lýsingum á kynferðisbrotum og ofbeldi sem fram koma hér að neðan. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök en taldi dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Fram kom í málsflutningi mannsins og brotaþolans að þau hafi verið góðir vinir áður en atvikið átti sér stað. Þetta kvöld hafi brotaþoli sótt manninn á bíl sínum og þau farið í bíltúr. Eftir nokkra stund hafi þau lagt bílnum og þar hafi maðurinn þvingað hana til að fróa sér með því að toga í hár hennar og halda svo með annarri hendi sinni þétt utan um háls hennar framanverðan þannig að þrengdi að öndunarvegi hennar. Þá lét hann hönd brotaþola ítrekað á getnaðarlim sinn og þrengdi að hálsi hennar og fært hönd hennar aftur á getnaðarliminn í hvert sinn sem hún hafi hætt að fróa honum. Brotaþolinn fór á bráðamóttöku slysadeildar næsta dag, þann 27. júlí þar sem læknir mat við skoðun að hún væri töluvert aum fyrir framanverðan háls auk þess sem hún væri stíff vegna verkja og vöðvaspennu í hnakka og herðum. Þá væri hún með verki við þreifingu yfir vöðvum bæði framan og aftan á hálsi og væri hreyfigeta hennar skert vegna eymsla. Engir sjáanlegir áverkar voru á brotaþola utan roða í húð og örlítillar háræðafyllingar fremst í hálsi. Þá mat sálfræðingur nokkru síðar að sálræn einkenni brotaþola hafi stemmt við einkenni sem þekkt eru hjá fólki sem upplifað hefur alvarleg áföll. Hún hafi fundið fyrir áfallastreitueinkennum, depurð, kvíða, streitu og svefnvanda.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira