Fær ekki bætur eftir að hann datt ofan í 1,7 metra djúpa gryfju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 21:58 Maðurinn féll ofan í 1,7 metra gryfju á vinnustað sínum og hlaut talsverðan skaða af. Vísir/Vilhelm Vátryggingafélag Íslands var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum manns sem hafði í október 2016 runnið ofan í 173 sentímetra djúpa viðgerðargryfju í húsnæði Frumherja, sem hann starfaði hjá, og hlotið af því talsverðan skaða. Maðurinn óskaði þess að bótaskylda úr frjálsri ábyrgðartryggingu Frumherja vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir yrði viðurkennd. Maðurinn varð fyrir slysi þann 19. október 2016 en þá hafði hann starfað hjá Frumherja í rúm 17 ár. Daginn sem hann slasaðist hafði hann verið að koma úr sendiferð þegar hann gekk inn í hús Frumherja að Hesthálsi í Reykjavík. Mikil rigning hafði verið þennan dag og þegar maðurinn gekk inn gekk hann meðfram gryfju, sem var staðsett á svokallaðri vörubílabraut, í átt að göngubrú sem lá yfir gryfjuna. Maðurinn og Vátryggingafélagið deila um það hvernig maðurinn rann ofan í gryfjuna. Maðurinn vill meina að hann hafi stigið á göngubrúna og runnið til með þeim afleiðingum að hann lenti á hliðarkanti gryfjunnar og svo ofan í henni. Vátryggingafélagið segir aftur á móti að ekki liggi fyrir hvar hann hafi verið staddur þegar hann féll, hvort hann hafi verið kominn á göngubrúna eða enn verið á gólfinu. Í kjölfar slyssins var maðurinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Samdægurs var lögreglu tilkynnt um máli sem hafði strax samband við Vinnueftirlitið. Í umsögn Vinnueftirlitsins kemur fram að bjart og þurrt sé innandyra, en mikil rigning og rok hafi verið utandyra og hafi væta borist inn á gólf vinnurýmisins. Orsök slyssins hafi verið sú að bleyta hefði verið á skóm mannsins sem hefði valdið því að hann rann til á kantinum eða göngubrúnni. Tjónið var tilkynnt Vátryggingafélaginu 6. október 2017 og var það einnig tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands í lok október 2017. Í bréfi sem sent var 3. apríl 2018 óskaði lögmaður mannsins eftir afstöðu Vátryggingafélagsins til skaðabótaskyldu Frumherja og þar með bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu félagsins hjá Vátryggingafélaginu. Vátryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í bréfi sem sent var 23. maí 2018. Maðurinn varð fyrir varanlegri læknisfræðilegri örorku eftir slysið sem metin var 7 prósent. Maðurinn vildi meina að aðbúnaður á vinnustaðnum hafi verið ófullnægjandi og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir tjóni. Frumherji hafi brugðist skyldum sínum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og að göngubrúin yfir vörubílagryfjuna hafi verið vanbúin. Hún hafi ekki verið nógu breið og gönguflöturinn ekki verið alveg sléttur. Vátryggingafélagið sagði hins vegar í máli sínu að ekkert athugavert hafi verið við aðbúnað og vinnustað Frumherja sem hafi leitt til tjónsins. Ekkert sem viðkom gryfjunni eða göngubrúnni eða vinnustaðnum hafi valdið tjóninu. Orsök þess að maðurinn hafi fallið niður í gryfjuna hafi eingöngu verið sú að skór hans hafi verið blautir. Fram kemur í dómnum að um óhappatilvik hafi verið að ræða sem ekki verið rakið til bótaskyldrar háttsemi Frumherja eða starfsmanna á vegum hans. Því hafi Vátryggingafélagið verið sýknað Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Maðurinn óskaði þess að bótaskylda úr frjálsri ábyrgðartryggingu Frumherja vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir yrði viðurkennd. Maðurinn varð fyrir slysi þann 19. október 2016 en þá hafði hann starfað hjá Frumherja í rúm 17 ár. Daginn sem hann slasaðist hafði hann verið að koma úr sendiferð þegar hann gekk inn í hús Frumherja að Hesthálsi í Reykjavík. Mikil rigning hafði verið þennan dag og þegar maðurinn gekk inn gekk hann meðfram gryfju, sem var staðsett á svokallaðri vörubílabraut, í átt að göngubrú sem lá yfir gryfjuna. Maðurinn og Vátryggingafélagið deila um það hvernig maðurinn rann ofan í gryfjuna. Maðurinn vill meina að hann hafi stigið á göngubrúna og runnið til með þeim afleiðingum að hann lenti á hliðarkanti gryfjunnar og svo ofan í henni. Vátryggingafélagið segir aftur á móti að ekki liggi fyrir hvar hann hafi verið staddur þegar hann féll, hvort hann hafi verið kominn á göngubrúna eða enn verið á gólfinu. Í kjölfar slyssins var maðurinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Samdægurs var lögreglu tilkynnt um máli sem hafði strax samband við Vinnueftirlitið. Í umsögn Vinnueftirlitsins kemur fram að bjart og þurrt sé innandyra, en mikil rigning og rok hafi verið utandyra og hafi væta borist inn á gólf vinnurýmisins. Orsök slyssins hafi verið sú að bleyta hefði verið á skóm mannsins sem hefði valdið því að hann rann til á kantinum eða göngubrúnni. Tjónið var tilkynnt Vátryggingafélaginu 6. október 2017 og var það einnig tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands í lok október 2017. Í bréfi sem sent var 3. apríl 2018 óskaði lögmaður mannsins eftir afstöðu Vátryggingafélagsins til skaðabótaskyldu Frumherja og þar með bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu félagsins hjá Vátryggingafélaginu. Vátryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í bréfi sem sent var 23. maí 2018. Maðurinn varð fyrir varanlegri læknisfræðilegri örorku eftir slysið sem metin var 7 prósent. Maðurinn vildi meina að aðbúnaður á vinnustaðnum hafi verið ófullnægjandi og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir tjóni. Frumherji hafi brugðist skyldum sínum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og að göngubrúin yfir vörubílagryfjuna hafi verið vanbúin. Hún hafi ekki verið nógu breið og gönguflöturinn ekki verið alveg sléttur. Vátryggingafélagið sagði hins vegar í máli sínu að ekkert athugavert hafi verið við aðbúnað og vinnustað Frumherja sem hafi leitt til tjónsins. Ekkert sem viðkom gryfjunni eða göngubrúnni eða vinnustaðnum hafi valdið tjóninu. Orsök þess að maðurinn hafi fallið niður í gryfjuna hafi eingöngu verið sú að skór hans hafi verið blautir. Fram kemur í dómnum að um óhappatilvik hafi verið að ræða sem ekki verið rakið til bótaskyldrar háttsemi Frumherja eða starfsmanna á vegum hans. Því hafi Vátryggingafélagið verið sýknað
Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira