Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2020 08:52 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. Það komi hins vegar ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað slíkt hafi gerst þar sem það taki allt upp í viku eða jafnvel lengri tíma að veikjast. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gluggatónleikarnir fóru fram á laugardaginn en á þeim kom tónlistarmaðurinn Auður fram í glugganum á Prikinu. Hátölurum hafði verið komið fyrir úti við staðinn þannig að gestir og gangandi á Laugaveginum gætu notið tónleikanna. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Prikið og fylgdist með tónleikunum. Á myndum og myndskeiðum frá tónleikunum sést að fólk stóð þétt saman og ekki voru allir með grímu. Töluverður hópur kom saman vegna tónleika Auðar á Laugaveginum á laugardag. Sóttvarnir auknar á næstu gluggaskemmtunum Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, rekstrarstjóri Priksins og einn eigenda, sagði í samtali við Vísi í gær að á næstu gluggaskemmtunum yrðu sóttvarnir auknar. Svæðið yrði meðal annars hólfað niður og grímum dreift. Geoffrey kvaðst hafa átt í góðum samskiptum við lögregluna og þannig yrði það áfram. Þá var haft eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali á mbl.is í gær að engin lög hefðu verið brotin með tónleikunum. Spurður út í þetta mál í Bítinu í morgun sagði Þórólfur svona hópamyndun ekki af því góða. „Mér finnst náttúrulega ekki nógu gott ef menn eru að safnast svona saman. Það er nú það sem við erum að biðja fólk um að gera ekki, hvort sem það er inni eða úti. Þegar fólk er í svona þéttum hópi, það er augljóst og það sem við erum alltaf að tala um, að það er þar sem blessuð veiran hoppar frá manni til manns,“ sagði Þórólfur. „Finnst þetta ótrúlegt í raun og veru“ Komið hefur fram að tónleikarnir hafi verið hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun sem rekstraraðilar Priksins eiga hugmyndina að en unnið er í samstarfi við tónlistarborgina Reykjavík. Þórólfur var spurður að því hvort það væri furðulegt að aðilar eins og Reykjavíkurborg væru að standa fyrir þessum tónleikum. „Ég ætla nú ekkert að fara að tala um einstaka aðila í þessu en mér finnst þetta bara miður hver sem er sem gerir þetta og finnst þetta ótrúlegt í raun og veru en við þurfum bara að skoða þetta betur,“ svaraði Þórólfur. Þá var því velt upp af þáttastjórnanda hvort að veiran gæti ekki farið víða ef hún hefði náð að dreifa sér við svona hópamyndun eins og var við tónleikana. „Já, algjörlega. Þetta kemur ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað hafi gerst því það tekur allt upp í viku og jafnvel lengur að veikjast,“ sagði Þórólfur. Varðandi stöðuna í faraldrinum sagði Þórólfur helgina hafa verið nokkuð góða. Hann minnti þó á það að eins og vanalega hafi færri sýni verið tekin en á virkum dögum. Ekki væru komnar endanlegar tölur yfir fjölda nýgreindra í gær en Þórólfur sagði að honum sýndist tölurnar á svipuðu róli og langflestir væru í sóttkví eins og verið hefur undanfarið. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Það komi hins vegar ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað slíkt hafi gerst þar sem það taki allt upp í viku eða jafnvel lengri tíma að veikjast. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gluggatónleikarnir fóru fram á laugardaginn en á þeim kom tónlistarmaðurinn Auður fram í glugganum á Prikinu. Hátölurum hafði verið komið fyrir úti við staðinn þannig að gestir og gangandi á Laugaveginum gætu notið tónleikanna. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Prikið og fylgdist með tónleikunum. Á myndum og myndskeiðum frá tónleikunum sést að fólk stóð þétt saman og ekki voru allir með grímu. Töluverður hópur kom saman vegna tónleika Auðar á Laugaveginum á laugardag. Sóttvarnir auknar á næstu gluggaskemmtunum Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, rekstrarstjóri Priksins og einn eigenda, sagði í samtali við Vísi í gær að á næstu gluggaskemmtunum yrðu sóttvarnir auknar. Svæðið yrði meðal annars hólfað niður og grímum dreift. Geoffrey kvaðst hafa átt í góðum samskiptum við lögregluna og þannig yrði það áfram. Þá var haft eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali á mbl.is í gær að engin lög hefðu verið brotin með tónleikunum. Spurður út í þetta mál í Bítinu í morgun sagði Þórólfur svona hópamyndun ekki af því góða. „Mér finnst náttúrulega ekki nógu gott ef menn eru að safnast svona saman. Það er nú það sem við erum að biðja fólk um að gera ekki, hvort sem það er inni eða úti. Þegar fólk er í svona þéttum hópi, það er augljóst og það sem við erum alltaf að tala um, að það er þar sem blessuð veiran hoppar frá manni til manns,“ sagði Þórólfur. „Finnst þetta ótrúlegt í raun og veru“ Komið hefur fram að tónleikarnir hafi verið hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun sem rekstraraðilar Priksins eiga hugmyndina að en unnið er í samstarfi við tónlistarborgina Reykjavík. Þórólfur var spurður að því hvort það væri furðulegt að aðilar eins og Reykjavíkurborg væru að standa fyrir þessum tónleikum. „Ég ætla nú ekkert að fara að tala um einstaka aðila í þessu en mér finnst þetta bara miður hver sem er sem gerir þetta og finnst þetta ótrúlegt í raun og veru en við þurfum bara að skoða þetta betur,“ svaraði Þórólfur. Þá var því velt upp af þáttastjórnanda hvort að veiran gæti ekki farið víða ef hún hefði náð að dreifa sér við svona hópamyndun eins og var við tónleikana. „Já, algjörlega. Þetta kemur ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað hafi gerst því það tekur allt upp í viku og jafnvel lengur að veikjast,“ sagði Þórólfur. Varðandi stöðuna í faraldrinum sagði Þórólfur helgina hafa verið nokkuð góða. Hann minnti þó á það að eins og vanalega hafi færri sýni verið tekin en á virkum dögum. Ekki væru komnar endanlegar tölur yfir fjölda nýgreindra í gær en Þórólfur sagði að honum sýndist tölurnar á svipuðu róli og langflestir væru í sóttkví eins og verið hefur undanfarið. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira