Fótbolti

Ingi­björg tvö­faldur meistari eftir fram­lengdan bikar­úr­slita­leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vålerenga vann Lilleström í bikarúrslitum Noregs í dag og Ingibjörg Sigurðardóttir er því tvöfaldur meistari á sínuf fyrsta ári hjá félaginu.
Vålerenga vann Lilleström í bikarúrslitum Noregs í dag og Ingibjörg Sigurðardóttir er því tvöfaldur meistari á sínuf fyrsta ári hjá félaginu. Vålerenga

Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga eru tvöfaldir meistarar eftir 2-0 sigur á Lilleström í úrslitum norska bikarsins í dag. Liðið tryggði sér nýverið norksa meistaratitilinn og draumatímabilið því fullkomnað í dag.

Ingibjörg lék að venju allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Vålerenga. 

Staðan 0-0 að loknum venjulegum leiktíma en meistarar Vålerenga sýndu klærarnar í framlengingunni. 

Fór það svo að þær unnu leikinn á endanum 2-0 þökk sé mörkum Njoya Ajara Nchout og Marie Dolvik Markussen. Segja má með sanni að síðara markið hafi verið í glæsilegri kantinum.

Lokatölur 2-0 og Ingibjörg því tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili í Noregi.

Ekki nóg með það heldur var tilkynnt fyrr í dag að Ingibjörg hefði verið valinn leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni. Þá var hún að sjálfsögðu hluti af íslenska landsliðinu sem tryggði sér sæti á Evrópumótinu sumarið 2022 í Englandi.


Tengdar fréttir

Ingi­björg leik­maður ársins í Noregi

Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þetta fékk hún að vita á síðustu æfingu Vålerenga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Lilleström.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×