Gylfi Þór skapaði nær öll færi Everton og skoraði sigurmarkið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 10:30 Gylfi Þór tryggði Everton öll þrjú stigin með marki af vítapunktinum. Þá skapaði hann flest færi allra í Everton-liðinu og í rauninni öll færi liðsins í leiknum eða sex af sjö færum. EPA-EFE/Clive Brunskill Gylfi Þór Sigurðsson átti heldur betur góðan leik í gær er Everton vann Chelsea 1-0 á heimavelli sínum, Goodison Park. Íslenski landsliðsmaðurinn bjó til nær öll færi Everton ásamt því að skora sigurmarkið úr vítaspyrnu. Það má með sanni segja að Gylfa Þór líði vel gegn Chelsea en þetta var sjötta mark hans gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Alls hefur Gylfi Þór skorað 62 mörk í efstu deild enska fótboltans eða jafn mörg og David Beckham gerði á sínum tíma. Mörkin sex gegn Chelsea dreifast á þau þrjú félög sem íslenski miðjumaðurinn hefur leikið fyrir í úrvalsdeildinni. Tvö komu með Swansea City, tvö með Tottenham Hotspur og nú tvö með Everton. Fimm af þessum sex mörkum hafa tryggt liði Gylfa stig, í eintölu eða fleirtölu. Hann skoraði í tveimur leikjum Tottenham og Chelsea árið 2013 en báðum lauk með jafntefli. Árið 2016 skoraði hann sigurmark Swansea City og sama ár skoraði hann í jafnteflisleik liðanna. Svo var það leikurinn í gær þar sem hann tryggði Everton sigurinn. Ekki nóg með það heldur skapaði hann sex af sjö færum Everton í leiknum. Enginn leikmaður Everton hefur skapað jafn mörg færi í einum og sama leiknum í tvö ár. Þá bar Gylfi Þór fyrirliðaband Everton í leiknum. Everton created seven chances against Chelsea, six were created by Gylfi Sigurdsson.The most by an Everton player in a single PL game in over two years. pic.twitter.com/BxDKKrWzv8— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2020 Gylfi Þór fær 7.9 í einkunn á vefsíðu WhoScored, hæst allra á vellinum. Breska ríkisútvarpið, BBC, gefur Gylfa 7.48 í einkunn en Michael Keane, Ben Godrey og Dominic Calvert-Lewin fá allir hærri einkunn þar. Að lokum fær Gylfi 8 hjá staðarblaðinu Liverpool Echo líkt og allir aðrir leikmenn liðsins fyrir utan Godfrey sem fékk 9. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi tryggði Everton sigur á Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton sáu til þess að Chelsea tókst ekki að tylla sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 12. desember 2020 21:52 Gylfi í skýjunum í leikslok: Frábært að fá áhorfendur aftur á völlinn Gylfi Þór Sigurðsson reyndist hetja Everton þegar liðið vann góðan sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 12. desember 2020 22:35 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Það má með sanni segja að Gylfa Þór líði vel gegn Chelsea en þetta var sjötta mark hans gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Alls hefur Gylfi Þór skorað 62 mörk í efstu deild enska fótboltans eða jafn mörg og David Beckham gerði á sínum tíma. Mörkin sex gegn Chelsea dreifast á þau þrjú félög sem íslenski miðjumaðurinn hefur leikið fyrir í úrvalsdeildinni. Tvö komu með Swansea City, tvö með Tottenham Hotspur og nú tvö með Everton. Fimm af þessum sex mörkum hafa tryggt liði Gylfa stig, í eintölu eða fleirtölu. Hann skoraði í tveimur leikjum Tottenham og Chelsea árið 2013 en báðum lauk með jafntefli. Árið 2016 skoraði hann sigurmark Swansea City og sama ár skoraði hann í jafnteflisleik liðanna. Svo var það leikurinn í gær þar sem hann tryggði Everton sigurinn. Ekki nóg með það heldur skapaði hann sex af sjö færum Everton í leiknum. Enginn leikmaður Everton hefur skapað jafn mörg færi í einum og sama leiknum í tvö ár. Þá bar Gylfi Þór fyrirliðaband Everton í leiknum. Everton created seven chances against Chelsea, six were created by Gylfi Sigurdsson.The most by an Everton player in a single PL game in over two years. pic.twitter.com/BxDKKrWzv8— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2020 Gylfi Þór fær 7.9 í einkunn á vefsíðu WhoScored, hæst allra á vellinum. Breska ríkisútvarpið, BBC, gefur Gylfa 7.48 í einkunn en Michael Keane, Ben Godrey og Dominic Calvert-Lewin fá allir hærri einkunn þar. Að lokum fær Gylfi 8 hjá staðarblaðinu Liverpool Echo líkt og allir aðrir leikmenn liðsins fyrir utan Godfrey sem fékk 9.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi tryggði Everton sigur á Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton sáu til þess að Chelsea tókst ekki að tylla sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 12. desember 2020 21:52 Gylfi í skýjunum í leikslok: Frábært að fá áhorfendur aftur á völlinn Gylfi Þór Sigurðsson reyndist hetja Everton þegar liðið vann góðan sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 12. desember 2020 22:35 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Gylfi tryggði Everton sigur á Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton sáu til þess að Chelsea tókst ekki að tylla sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 12. desember 2020 21:52
Gylfi í skýjunum í leikslok: Frábært að fá áhorfendur aftur á völlinn Gylfi Þór Sigurðsson reyndist hetja Everton þegar liðið vann góðan sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 12. desember 2020 22:35