Ætlar ekki að efna til óeirða í síðasta jólaerindi sínu Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2020 18:08 Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Stöð 2/Friðrik Staða orkumálastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar en doktor Guðni A. Jóhannesson, núverandi orkumálastjóri, mun ekki sækja um. „Ég er að verða sjötugur. Þetta er bara gangur lífsins,“ segir Guðni í samtali við Vísi en hann er að ljúka sínu þriðja skipunartímabili. Hann segir tíma sinn hjá Orkustofnun hafa verið afskaplega fjölbreyttan og skemmtilegan. „Það hefur mikið gerst. Stofnunin fékk aukið hlutverk og tók yfir stjórnsýsluna hjá ráðuneytinu. Með tilkomu þriðja orkupakkans fékk stofnunin sömuleiðis aukna ábyrgð á eftirliti með raforkukerfinu og raforkumarkaðinum. Olíuleitin var mjög spennandi þáttur á sínum tíma þar sem náðist mikill árangur í rannsóknum sem við eigum í okkar sarpi,“ segir Guðni. Það sem hefur gerst á skipunartíma hans á sér einnig neikvæðar hliðar að hans mati og nefnir þar hve mikill kengur sé kominn í orkumálin á Íslandi. „Bæði við að finna og nýta tiltæka orkukosti. Að koma í gegn nauðsynlegum endurbótum á flutningskerfinu. Þetta hefur gengið hægt en gengið þó.“ Guðni er hvað þekktastur fyrir jólaerindi sín þar sem hann hefur sagt sína skoðun nokkuð hreint út og hafa sumir jafnvel fengið nokkuð kaldar jólakveðjur frá honum. „Þú ert einmitt að trufla mig við skriftir,“ segir Guðni sem býst þó ekki við neinum rosalegum bombum í jólaerindi sínum þetta árið. „Jólin hafa verið misjafnlega friðsamleg. En ég stefni ekki að því að efna til óeirða þetta árið. Þetta er þung umræða sem er í dag þar sem togast á annars vegar loftslagsmál og þessi viðleitni að girða af hálendið og mikið af þeim orkukostum sem eru í landinu. Við erum í einstökum málum á Íslandi. Getum framleitt mikið af vistvænni orku á hagkvæmum hætti og ekki mörg lönd sem hafa yfir þeirri stöðu að ráða.“ Hann segir næsta orkumálastjóra þurfa að vera óhræddan við að taka slaginn. „Þú kemst varla nærri pólitískum slag í starfi embættismanns en að vera orkumálastjóri, nema kannski í starfi Seðlabankastjóra.“ „Ég held að það ætti enginn að taka þetta starf nema að geta svarað fyrir og haldið uppi málstað orkugeirans og sýnt fram á nauðsyn þess að orkukerfi okkar séu efld og haldið við þannig að möguleikar okkar til bættra lífsgæða og hagvaxtar séu enn til staðar.“ Iðnaðarráðherra mun skipa nýjan orkumálastjóra 1. maí næstkomandi. Guðni sér fyrir sér að geta bætt golfleik sinn þegar hann lætur af störfum. „Og ef mér endist þrek að sinna orkumálum líka. En þá velur maður sér verkefnin meira sjálfur og gerir það sem manni finnst áhugavert og skemmtilegt, eins og ég gerði nú líka sem orkumálastjóri.“ Orkumál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Ég er að verða sjötugur. Þetta er bara gangur lífsins,“ segir Guðni í samtali við Vísi en hann er að ljúka sínu þriðja skipunartímabili. Hann segir tíma sinn hjá Orkustofnun hafa verið afskaplega fjölbreyttan og skemmtilegan. „Það hefur mikið gerst. Stofnunin fékk aukið hlutverk og tók yfir stjórnsýsluna hjá ráðuneytinu. Með tilkomu þriðja orkupakkans fékk stofnunin sömuleiðis aukna ábyrgð á eftirliti með raforkukerfinu og raforkumarkaðinum. Olíuleitin var mjög spennandi þáttur á sínum tíma þar sem náðist mikill árangur í rannsóknum sem við eigum í okkar sarpi,“ segir Guðni. Það sem hefur gerst á skipunartíma hans á sér einnig neikvæðar hliðar að hans mati og nefnir þar hve mikill kengur sé kominn í orkumálin á Íslandi. „Bæði við að finna og nýta tiltæka orkukosti. Að koma í gegn nauðsynlegum endurbótum á flutningskerfinu. Þetta hefur gengið hægt en gengið þó.“ Guðni er hvað þekktastur fyrir jólaerindi sín þar sem hann hefur sagt sína skoðun nokkuð hreint út og hafa sumir jafnvel fengið nokkuð kaldar jólakveðjur frá honum. „Þú ert einmitt að trufla mig við skriftir,“ segir Guðni sem býst þó ekki við neinum rosalegum bombum í jólaerindi sínum þetta árið. „Jólin hafa verið misjafnlega friðsamleg. En ég stefni ekki að því að efna til óeirða þetta árið. Þetta er þung umræða sem er í dag þar sem togast á annars vegar loftslagsmál og þessi viðleitni að girða af hálendið og mikið af þeim orkukostum sem eru í landinu. Við erum í einstökum málum á Íslandi. Getum framleitt mikið af vistvænni orku á hagkvæmum hætti og ekki mörg lönd sem hafa yfir þeirri stöðu að ráða.“ Hann segir næsta orkumálastjóra þurfa að vera óhræddan við að taka slaginn. „Þú kemst varla nærri pólitískum slag í starfi embættismanns en að vera orkumálastjóri, nema kannski í starfi Seðlabankastjóra.“ „Ég held að það ætti enginn að taka þetta starf nema að geta svarað fyrir og haldið uppi málstað orkugeirans og sýnt fram á nauðsyn þess að orkukerfi okkar séu efld og haldið við þannig að möguleikar okkar til bættra lífsgæða og hagvaxtar séu enn til staðar.“ Iðnaðarráðherra mun skipa nýjan orkumálastjóra 1. maí næstkomandi. Guðni sér fyrir sér að geta bætt golfleik sinn þegar hann lætur af störfum. „Og ef mér endist þrek að sinna orkumálum líka. En þá velur maður sér verkefnin meira sjálfur og gerir það sem manni finnst áhugavert og skemmtilegt, eins og ég gerði nú líka sem orkumálastjóri.“
Orkumál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira