Meiddist í þýðingarlitlum leik í Danmörku og gæti nú misst af leik helgarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 11:45 Jota hefur verið frábær það sem af er tímabili. vísir/Getty Diogo Jota hefur byrjað tímabilið frábærlega með Englandsmeisturum Liverpool en hann gæti nú misst af leik liðsins um helgina vegna meiðsla á hné. Jota spilaði nær allan leikinn í 1-1 jafnteflinu gegn Midtjylland í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, hefur gagnrýnt leikjaálag ensku stórliðanna undanfarið en spilaði þó nokkrum af sínum sterkustu mönnum í leik vikunnar. Leikurinn skipti Liverpool engu máli hvað varðar stöðu í riðlinum en liðið var þegar búið að tryggja sér toppsætið og þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Undir lok leiks gegn Midtjylland haltraði Jota svo af velli vegna meiðsla á hné og nú er óvíst að hann nái leik Liverpool gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Staðarblaðið Liverpool Echo telur það öruggt að Portúgalinn verði ekki með. Vefsíðan Physio Room – sem heldur utan um öll meiðsli leikmanna í ensku úrvalsdeildinni – telur hins vegar um 50 prósent líkur að vængmaðurinn knái verði með Liverpool á morgun. Diogo Jota has a knee injury. He is set to miss the Fulham game. Liverpool are waiting for the problem sustained against Midtjylland to settle down before finding out how serious it is.— paul joyce (@_pauljoyce) December 12, 2020 Jota er sem stendur einn níu leikmanna sem er annað hvort tæpur eða meiddur á þessari stundu. Markvörðurinn Alisson hefur misst af síðustu þremur leikjum en það hefur ekki komið að sök þar sem Caoimhín Kelleher hefur staðið sig með prýði. Brasinn gæti snúið aftur í markið á morgun. Alex Oxlade-Chamberlain er byrjaður að æfa að nýju eftir meiðsli á hné og gæti hann jafnvel verið í hóp á morgun. Aðrir leikmenn eru meiddir til lengri tíma og þar má nefna Thiago Alcântara, Virgil van Dijk, James Milner, Xerdan Shaqiri, Joe Gomez og Konstantinos Tsimikas. Liverpool er sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig að loknum 11 umferðum. Tottenham Hotspur er á toppi deildarinnar með jafn mörg stig en betri markatölu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem Scholz skoraði gegn Liverpool og markið sem var dæmt af Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gær með átta leikjum. Úrslitin í A-D-riðlum réðust þá. 10. desember 2020 13:57 Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 10. desember 2020 13:00 Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Jota spilaði nær allan leikinn í 1-1 jafnteflinu gegn Midtjylland í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, hefur gagnrýnt leikjaálag ensku stórliðanna undanfarið en spilaði þó nokkrum af sínum sterkustu mönnum í leik vikunnar. Leikurinn skipti Liverpool engu máli hvað varðar stöðu í riðlinum en liðið var þegar búið að tryggja sér toppsætið og þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Undir lok leiks gegn Midtjylland haltraði Jota svo af velli vegna meiðsla á hné og nú er óvíst að hann nái leik Liverpool gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Staðarblaðið Liverpool Echo telur það öruggt að Portúgalinn verði ekki með. Vefsíðan Physio Room – sem heldur utan um öll meiðsli leikmanna í ensku úrvalsdeildinni – telur hins vegar um 50 prósent líkur að vængmaðurinn knái verði með Liverpool á morgun. Diogo Jota has a knee injury. He is set to miss the Fulham game. Liverpool are waiting for the problem sustained against Midtjylland to settle down before finding out how serious it is.— paul joyce (@_pauljoyce) December 12, 2020 Jota er sem stendur einn níu leikmanna sem er annað hvort tæpur eða meiddur á þessari stundu. Markvörðurinn Alisson hefur misst af síðustu þremur leikjum en það hefur ekki komið að sök þar sem Caoimhín Kelleher hefur staðið sig með prýði. Brasinn gæti snúið aftur í markið á morgun. Alex Oxlade-Chamberlain er byrjaður að æfa að nýju eftir meiðsli á hné og gæti hann jafnvel verið í hóp á morgun. Aðrir leikmenn eru meiddir til lengri tíma og þar má nefna Thiago Alcântara, Virgil van Dijk, James Milner, Xerdan Shaqiri, Joe Gomez og Konstantinos Tsimikas. Liverpool er sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig að loknum 11 umferðum. Tottenham Hotspur er á toppi deildarinnar með jafn mörg stig en betri markatölu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem Scholz skoraði gegn Liverpool og markið sem var dæmt af Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gær með átta leikjum. Úrslitin í A-D-riðlum réðust þá. 10. desember 2020 13:57 Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 10. desember 2020 13:00 Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Sjáðu markið sem Scholz skoraði gegn Liverpool og markið sem var dæmt af Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gær með átta leikjum. Úrslitin í A-D-riðlum réðust þá. 10. desember 2020 13:57
Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 10. desember 2020 13:00
Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55