Innlent

Ríkið hafnar milljarða kröfu borgarinnar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ríkið hyggst ekki greiða kröfu borgarinnar. 
Ríkið hyggst ekki greiða kröfu borgarinnar.  Vísir/Vilhelm

Ríkið hefur hafnað 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar sem borgin telur sig eiga inni úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem snýr að rekstri grunnskóla og nýbúafræðslu. Borgin segir að um sé að ræða vangoldið framlag og krafðist svara frá ríkinu í síðasta lagi í dag. Málið verður að líkindum útkljáð fyrir dómstólum.

„Í mínum huga er málið mjög einfalt. Þessi skipting byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga, þar með talið Reykjavíkurborgar, allt frá árinu 1996,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

„Ef við fylgjum þeim fjárveitingum sem hafa verið síðan þá að þá virðist Reykjavíkurborg vera að fá annars vegar meiri fé heldur en stendur undir kennslukostnaði í grunnskólum eins og var samið um upphaflega, og hins vegar eru tekjur Reykjavíkurborgar sennilega meðal þeirra hæstu, þannig að ef þeir væru að bera sig saman önnur sambærileg sveitarfélög að þá væru þeir held ég í öðru sæti þar á eftir,“ bætir hann við.

Sigurður Ingi segir að ríkislögmaður hafi sent frá sér greinargerð í dag þar sem kröfunni er hafnað en ekki fengust viðbrögð frá borgarstjóra vegna málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×