Innlent

Yfirmaður heilbrigðiseftirlitsins beint í vinnuna eftir Covid-19 sýnatöku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigrún segist hafa farið yfir málið með samstarfsfólki sínu í dag. Meira sé ekki um það að segja.
Sigrún segist hafa farið yfir málið með samstarfsfólki sínu í dag. Meira sé ekki um það að segja.

Sigrún Guðmunsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins á Suðurlands, fór í sýnatöku vegna Covid-19 í gær. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þegar sýnatöku var lokið sneri hún aftur á skrifstofuna til vinnu. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Samkvæmt sömu heimildum var starfsfólk hjá heilbrigðiseftirlitinu nokkuð hissa enda brýnt fyrir fólki sem fer í sýnatöku að vera í einangrun þar til að niðurstaða liggur fyrir. 

Mun Sigrún hafa borið fyrir sig að of mikið væri að gera í vinnunni. Sex heilbrigðisfulltrúar starfa hjá eftirlitinu á Selfossi auk Sigrúnar sem er framkvæmdastjóri.

Hlutverk heilbrigðiseftirlitsins er samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu þess að vinna að bættu heilbrigðiseftirliti á Suðurlandi, annast fræðslu fyrir almenning og efla samvinnu við önnur yfirvöld og aðila sem vinna að þessum málum.

Vísir sendi fyrirspurn á Sigrúnu vegna málsins.

„Ég hef farið yfir þetta með starfsmönnunum en það er ekkert meira um það að segja,“ sagði Sigrún í stuttu svari við fyrirspurn Vísis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.