Innlent

Sex af tólf innan­lands­smitum gær­dagsins tengjast klasa­smitinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/vilhelm

Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum í samtali við Vísi. Alls greindust 22 með veiruna í gær, tíu á landamærum og tólf innanlands eins og áður segir.

Alls hafa átta greinst í tengslum við umrætt klasasmit meðal hælisleitenda; sex í gær og tveir dagana á undan. Allir sex sem greindust í gær voru því í sóttkví. Rögnvaldur segir að ráðist hafi verið í víðtæka skimun í gær og fólkið greinst í henni. Þá telur hann að uppruni klasasmitsins liggi fyrir en hefur ekki frekari upplýsingar um smitrakninguna.

Tólf með staðfest kórónuveirusmit voru fluttir í farsóttarhúsið á Rauðarárstíg í gærkvöldi. Þetta staðfestir Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður hússins í samtali við fréttastofu í morgun.


Tengdar fréttir

Hóp­smit á höfuð­borgar­svæðinu og minnst átta smitaðir

Minnst átta aðilar með staðfest kórónuveirusmit hafa verið fluttir með sjúkrabíl á farsóttarhús síðan klukkan átta í kvöld. Sex þeirra búa í sama húsnæðinu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.