Innlent

Hóp­smit á höfuð­borgar­svæðinu og minnst átta smitaðir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sjúkraflutningarmenn í Covid-galla.
Sjúkraflutningarmenn í Covid-galla. Vísir/Vilhelm

Minnst átta aðilar með staðfest kórónuveirusmit hafa verið fluttir með sjúkrabíl á farsóttarhús síðan klukkan átta í kvöld. Sex þeirra búa í sama húsnæðinu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 

„Já við höfum fengið smá skorpu núna, það er út af smá klasasmiti bara sem verið er að vinna í. Við erum búnir að flytja núna frá klukkan hálf átta í kvöld átta með staðfest smit,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu.

„Við erum að fá sex úr sama húsnæðinu,“ segir hann.

Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að smitrakning sé enn í gangi en að á morgun ætti að vera ljóst hvort að um hópsmit sé að ræða. 

Jóhann segir einnig að miklu máli skipti þegar tölur eru skoðaðar að meta þær annars vegar út frá smitum og hins vegar hversu margir sem voru smitaðir voru í sóttkví við greiningu. 

Tölurnar yfir hve margir hafa greinst í gær verða ekki birtar fyrr en á morgun. Mbl.is greindi fyrst frá klasasmitinu. 

Fjórir greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær en báða dagana tvo þar á undan greindust átta smitaðir. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir

Mikil að­sókn í sund og snjall­lausnir í kortunum

Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins.

Svona var 145. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.