Víðir liggur heima með lungnabólgu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2020 13:30 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum er enn talsvert veikur og glímir við lungnabólgu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni fyrir rúmum þremur vikum. Aðrir heimilismenn eru þó við góða heilsu, að sögn Rögnvaldar Ólafssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Víðir fór í sóttkví þann 23. nóvember eftir að kona hans greindist með Covid-19. Sólarhring síðar kom í ljós að hann var sjálfur með sjúkdóminn. Hann hefur síðan verið í einangrun. Var líðan hans góð framan af en versnaði svo. Rögnvaldur segir í samtali við fréttastofu að Víðir hafi verið nokkuð veikur í síðustu viku. Þegar Rögnvaldur heyrði í honum í gær hafi hann verið ögn skárri en hann hefur verið síðustu daga. „Það er örlítill dagamunur á honum og allt í jákvæða átt en hann er náttúrulega með lungnabólgu og er að glíma við hana. Mikill hósti og ekki hundrað prósent mettun sem fylgir því þannig að hann er þreyttur og svo tekur hitinn sig upp af og til líka eins og gengur og gerist í svona. Þannig að hann er bara að safna kröftum,“ sagði Rögnvaldur. Víðir fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans fyrr í mánuðinum vegna íferðar í lungum en hefur annars glímt við veikindin heima hjá sér. Rögnvaldur segir að aðrir heimilismenn sem smituðust af veirunni séu við góða heilsu. „Víðir var sá óheppni í hópnum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Veikindi Víðis fara versnandi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans í dag vegna íferðar í lungum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og staðgengill Víðis, segir Víði kominn heim eftir skoðun. Hann sé brattur miðað við aðstæður. 4. desember 2020 14:23 Víðir nýtur fyllsta trausts Katrínar og Svandísar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Víðir lýsti gestagangi á heimili sínu í aðdraganda þess að hann greindist smitaður af Covid-19 á dögunum. Nokkur gagnrýni hefur verið í samfélaginu og háværar raddir um að Víðir hafi ekki fylgt eigin fyrirmælum miðað við frásögn hans. 1. desember 2020 12:16 Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Víðir fór í sóttkví þann 23. nóvember eftir að kona hans greindist með Covid-19. Sólarhring síðar kom í ljós að hann var sjálfur með sjúkdóminn. Hann hefur síðan verið í einangrun. Var líðan hans góð framan af en versnaði svo. Rögnvaldur segir í samtali við fréttastofu að Víðir hafi verið nokkuð veikur í síðustu viku. Þegar Rögnvaldur heyrði í honum í gær hafi hann verið ögn skárri en hann hefur verið síðustu daga. „Það er örlítill dagamunur á honum og allt í jákvæða átt en hann er náttúrulega með lungnabólgu og er að glíma við hana. Mikill hósti og ekki hundrað prósent mettun sem fylgir því þannig að hann er þreyttur og svo tekur hitinn sig upp af og til líka eins og gengur og gerist í svona. Þannig að hann er bara að safna kröftum,“ sagði Rögnvaldur. Víðir fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans fyrr í mánuðinum vegna íferðar í lungum en hefur annars glímt við veikindin heima hjá sér. Rögnvaldur segir að aðrir heimilismenn sem smituðust af veirunni séu við góða heilsu. „Víðir var sá óheppni í hópnum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Veikindi Víðis fara versnandi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans í dag vegna íferðar í lungum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og staðgengill Víðis, segir Víði kominn heim eftir skoðun. Hann sé brattur miðað við aðstæður. 4. desember 2020 14:23 Víðir nýtur fyllsta trausts Katrínar og Svandísar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Víðir lýsti gestagangi á heimili sínu í aðdraganda þess að hann greindist smitaður af Covid-19 á dögunum. Nokkur gagnrýni hefur verið í samfélaginu og háværar raddir um að Víðir hafi ekki fylgt eigin fyrirmælum miðað við frásögn hans. 1. desember 2020 12:16 Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Veikindi Víðis fara versnandi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans í dag vegna íferðar í lungum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og staðgengill Víðis, segir Víði kominn heim eftir skoðun. Hann sé brattur miðað við aðstæður. 4. desember 2020 14:23
Víðir nýtur fyllsta trausts Katrínar og Svandísar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Víðir lýsti gestagangi á heimili sínu í aðdraganda þess að hann greindist smitaður af Covid-19 á dögunum. Nokkur gagnrýni hefur verið í samfélaginu og háværar raddir um að Víðir hafi ekki fylgt eigin fyrirmælum miðað við frásögn hans. 1. desember 2020 12:16
Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01