Sendir Bamford stöðugt myndbönd með hinum norska Haaland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 10:01 Erling Haaland og Patrick Bamford hafa báðir skorað mikið af mörkum á þessu tímabili. Samsett/EPA Marcelo Bielsa er enginn venjulegur knattspyrnustjóri og kröfuharðari en flestir. Hann fór sérstaka leið til að fá meira frá framherja sínum Patrick Bamford. Patrick Bamford hefur átt flott tímabil með Leeds í ensku úrvalsdeildinni en hann er kominn með átta mörk í ellefu leikjum. Þrátt fyrir þessa fínu frammistöðu þá hafa kröfurnar bara aukist frá knattspyrnustjóranum sérstaka Marcelo Bielsa. Bamford gaf fólki smá innsýn í það hvernig er að vera aðalframherjinn í liði Bielsa í viðtali á dögunum. 'Be like Haaland' Marcelo Bielsa has sent Patrick Bamford numerous analytical videos of Erling Haaland to spark an improvement in front of goal for the Leeds No 9. It appears to have done the trick, as the 27-year-old explains: https://t.co/sPiz1JZLnM— TEAMtalk (@TEAMtalk) December 10, 2020 Bamford mætti í hlaðvarpsþáttinn hjá Ornstein og Chapman og greindi frá því hvernig Marcelo Bielsa heldur sínum leikmönnum á tánum. „Alla vikuna þá sendir hann þér ýmislegt. Stundum eru það myndbönd með varnarmanninum sem þú ert að fara spila við í næsta leik,“ sagði Patrick Bamford. „Undanfarnar þrjár vikur hefur aðeins orðið breyting á þessu. Þessar þrjár vikur þá hef ég fengið tvær til þrjár klippur með Erling Haaland á hverjum degi. Hver þeirra er svona um fimmtán mínútna löng,“ sagði Bamford. Öll átta mörk Bamford hafa komið í opnum leik en aðeins Erling Haaland hefur skorað fleiri slík mörk í fimm stærstu deildum Evrópu á þessari leiktíð. „Ég þurfti að horfa á þær og reyna að finna eitthvað þar sem ég gæti nýtt mér,“ sagði Bamford. Bamford trúir því líka að Norðmaðurinn sé að hafa áhrif á hans leik. Markið hans á móti Chelsea á laugardaginn var er ekkert ólíkt mörkunum sem Haaland er að skora. „Ef ég segi alveg eins og er þá var það mark svipað einhverjum mörkunum hans. Ég get unnið með sprengikraftinn í sumum hlaupunum mínum. Stunduð tek ég hlaup án þess að vera hundrað prósent viss um að það sé rétta hlaupið,“ sagði Bamford. Erling Haaland fæddist í Leeds þegar faðir hans lék með félaginu. Erling Haaland hefur raðað inn mörkum hjá Borussia Dortmund en norski framherjinn hefur skorað 17 mörk í 14 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og alls 33 mörk í 32 leikjum með þýska félaginu þar af 23 mörk í 23 leikjum í deildinni og 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni. Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Patrick Bamford hefur átt flott tímabil með Leeds í ensku úrvalsdeildinni en hann er kominn með átta mörk í ellefu leikjum. Þrátt fyrir þessa fínu frammistöðu þá hafa kröfurnar bara aukist frá knattspyrnustjóranum sérstaka Marcelo Bielsa. Bamford gaf fólki smá innsýn í það hvernig er að vera aðalframherjinn í liði Bielsa í viðtali á dögunum. 'Be like Haaland' Marcelo Bielsa has sent Patrick Bamford numerous analytical videos of Erling Haaland to spark an improvement in front of goal for the Leeds No 9. It appears to have done the trick, as the 27-year-old explains: https://t.co/sPiz1JZLnM— TEAMtalk (@TEAMtalk) December 10, 2020 Bamford mætti í hlaðvarpsþáttinn hjá Ornstein og Chapman og greindi frá því hvernig Marcelo Bielsa heldur sínum leikmönnum á tánum. „Alla vikuna þá sendir hann þér ýmislegt. Stundum eru það myndbönd með varnarmanninum sem þú ert að fara spila við í næsta leik,“ sagði Patrick Bamford. „Undanfarnar þrjár vikur hefur aðeins orðið breyting á þessu. Þessar þrjár vikur þá hef ég fengið tvær til þrjár klippur með Erling Haaland á hverjum degi. Hver þeirra er svona um fimmtán mínútna löng,“ sagði Bamford. Öll átta mörk Bamford hafa komið í opnum leik en aðeins Erling Haaland hefur skorað fleiri slík mörk í fimm stærstu deildum Evrópu á þessari leiktíð. „Ég þurfti að horfa á þær og reyna að finna eitthvað þar sem ég gæti nýtt mér,“ sagði Bamford. Bamford trúir því líka að Norðmaðurinn sé að hafa áhrif á hans leik. Markið hans á móti Chelsea á laugardaginn var er ekkert ólíkt mörkunum sem Haaland er að skora. „Ef ég segi alveg eins og er þá var það mark svipað einhverjum mörkunum hans. Ég get unnið með sprengikraftinn í sumum hlaupunum mínum. Stunduð tek ég hlaup án þess að vera hundrað prósent viss um að það sé rétta hlaupið,“ sagði Bamford. Erling Haaland fæddist í Leeds þegar faðir hans lék með félaginu. Erling Haaland hefur raðað inn mörkum hjá Borussia Dortmund en norski framherjinn hefur skorað 17 mörk í 14 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og alls 33 mörk í 32 leikjum með þýska félaginu þar af 23 mörk í 23 leikjum í deildinni og 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira