Telur Svandísi strangari við einkageirann en hið opinbera Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2020 19:00 Gestur Jónsson lögmaður. Gestur Jónsson, sem ritaði minnisblað til yfirvalda vegna lokunar líkamsræktarstöðva fyrir hönd eiganda World Class, segir sóttvarnaráðstafanir gerðar af ríku tilefni en allir þurfi að sitja við sama borð sem þurfi að þola takmarkanir. Eftir að heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráðherra fengu afhent álit Gests hefur verið tekin sú ákvörðun að opna sundlaugar með takmörkunum og leyfa almennt íþróttastarf þeirra sem eru innan ÍSÍ og keppa í efstu deild. Líkamsræktarstöðvar skulu hins vegar vera áfram lokaðar. „Minnisblað mitt gekk út á það að í fyrri ákvörðunum um sóttvarnir gagnvart þessum aðilum hafa þeir verið meðhöndlaðir með sama hætti. Við teljum að það eigi að gera það líka núna nema það séu frambærileg og málefnaleg sjónarmið sem valda því að það eigi að breyta. Og ég hef ekki heyrt nein slík sjónarmið koma fram,“ segir Gestur. Hann segir gripið til sóttvarnaráðstafana af ríku tilefni og þeir séu ekki að halda því fram að það sé rangt að setja takmarkanir á starfsemi í samfélaginu. „Við teljum hins vegar að það sé mikilvægt að allir sitji við sama borð sem þurfa að þola slíkar takmarkanir. “ Hann segir ljóst að ef líkamsræktarstöðvum sé lokað án þess að fyrir því séu næg tilefni geti það leitt til skaðabótaskyldu. Gestur dregur þá ályktun að takmörkum á starfsemi sé aðeins létt á þeirri sem sé á vegum ríkisins og sveitarfélaganna eða á vegum félaga sem nóta stuðnings þeirra. Sú starfsemi fái meira rými en starfsemi á vegum einkaaðila. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákveður hvaða takmarkanir eru í gildi. „Og þetta er mjög vond lína ef þetta er rétt ályktun hjá mér. Það er miklu meiri ástæða til að reyna að standa vörð um atvinnustarfsemi í landinu, því sem fólk hefur lífsviðurværi af,“ segir Gestur og bendir á að 500 manns starfi í 17 stöðvum World Class. Hann segir augljóst að sóttvarnasjónarmið ráði ekki ein för við ákvörðun um að leyfa almennt íþróttastarf í efstu deildum en ekki starfsemi líkamsræktarstöðva. „Samskonar líkamsrækt er heimiluð á vegum íþróttafélaganna þegar um er að ræða þá sem eru í keppnisíþróttum og það getur ekki verið neitt sóttvarnasjónarmið að heimila þeim sem er góður í greininni að æfa en ekki hinum sem eru lakari. Það byggist á öðrum sjónarmiðum, ég er ekki að gera lítið úr þeim sjónarmiðum, en það verður að koma fram að það sé tilgangurinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Sjá meira
Eftir að heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráðherra fengu afhent álit Gests hefur verið tekin sú ákvörðun að opna sundlaugar með takmörkunum og leyfa almennt íþróttastarf þeirra sem eru innan ÍSÍ og keppa í efstu deild. Líkamsræktarstöðvar skulu hins vegar vera áfram lokaðar. „Minnisblað mitt gekk út á það að í fyrri ákvörðunum um sóttvarnir gagnvart þessum aðilum hafa þeir verið meðhöndlaðir með sama hætti. Við teljum að það eigi að gera það líka núna nema það séu frambærileg og málefnaleg sjónarmið sem valda því að það eigi að breyta. Og ég hef ekki heyrt nein slík sjónarmið koma fram,“ segir Gestur. Hann segir gripið til sóttvarnaráðstafana af ríku tilefni og þeir séu ekki að halda því fram að það sé rangt að setja takmarkanir á starfsemi í samfélaginu. „Við teljum hins vegar að það sé mikilvægt að allir sitji við sama borð sem þurfa að þola slíkar takmarkanir. “ Hann segir ljóst að ef líkamsræktarstöðvum sé lokað án þess að fyrir því séu næg tilefni geti það leitt til skaðabótaskyldu. Gestur dregur þá ályktun að takmörkum á starfsemi sé aðeins létt á þeirri sem sé á vegum ríkisins og sveitarfélaganna eða á vegum félaga sem nóta stuðnings þeirra. Sú starfsemi fái meira rými en starfsemi á vegum einkaaðila. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákveður hvaða takmarkanir eru í gildi. „Og þetta er mjög vond lína ef þetta er rétt ályktun hjá mér. Það er miklu meiri ástæða til að reyna að standa vörð um atvinnustarfsemi í landinu, því sem fólk hefur lífsviðurværi af,“ segir Gestur og bendir á að 500 manns starfi í 17 stöðvum World Class. Hann segir augljóst að sóttvarnasjónarmið ráði ekki ein för við ákvörðun um að leyfa almennt íþróttastarf í efstu deildum en ekki starfsemi líkamsræktarstöðva. „Samskonar líkamsrækt er heimiluð á vegum íþróttafélaganna þegar um er að ræða þá sem eru í keppnisíþróttum og það getur ekki verið neitt sóttvarnasjónarmið að heimila þeim sem er góður í greininni að æfa en ekki hinum sem eru lakari. Það byggist á öðrum sjónarmiðum, ég er ekki að gera lítið úr þeim sjónarmiðum, en það verður að koma fram að það sé tilgangurinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Sjá meira