Sjö sinnum fleiri smitast í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2020 15:37 Frá stóra salnum hjá World Class í Laugardal en um er að ræða stærstu líkamsræktarkeðju landsins. Vísir/Vilhelm Smitrakningarteymi almannavarna hefur rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Smit sem hafa verið rakin beint til sundlauga eru fimm talsins og afleidd smit tuttugu alls. Inni í þessum tölum um smit í líkamsræktarstöðvum er ekki að finna fjölda þeirra sem smituðust við hnefaleikaæfingar í Kópavogi í október. Alls smituðust 84 við hnefaleikaæfingar hjá VBC í Kópavogi. Smit í Hrafnagili Greint var frá því í október að smit á Norðurlandi mætti rekja til morgunsunds í sundlauginni Hrafnagili í Eyjafirði. Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að tölurnar séu birtar með þeim fyrirvara að sjaldnast er hægt að segja með 100 prósenta vissu hvar einstaklingur smitast. Þá megi einnig hafa í huga að ekki hafi tekist að rekja öll smit. Upplýsingarnar byggja eingöngu á upplýsingum úr rakningargrunninum en þar er að finna þau smit sem starfsfólk smitrakningarteymis hefur tengt saman. „Engin smit rakin í stöðvarnar“ Sundlaugar á landinu verða opnaðar á morgun samkvæmt heimild í reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var í gær. Líkamsræktarstöðvar þurfa áfram að hafa lokað til 12. janúar hið minnsta. Eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra. Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class, telur þá ákvörðun ólögmæta. „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað,“ sagði Björn ósáttur við Vísi í október og vísaði til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Alls hafa 5516 greinst smitaðir af Covid-19 hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. 9. desember 2020 13:43 „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Inni í þessum tölum um smit í líkamsræktarstöðvum er ekki að finna fjölda þeirra sem smituðust við hnefaleikaæfingar í Kópavogi í október. Alls smituðust 84 við hnefaleikaæfingar hjá VBC í Kópavogi. Smit í Hrafnagili Greint var frá því í október að smit á Norðurlandi mætti rekja til morgunsunds í sundlauginni Hrafnagili í Eyjafirði. Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að tölurnar séu birtar með þeim fyrirvara að sjaldnast er hægt að segja með 100 prósenta vissu hvar einstaklingur smitast. Þá megi einnig hafa í huga að ekki hafi tekist að rekja öll smit. Upplýsingarnar byggja eingöngu á upplýsingum úr rakningargrunninum en þar er að finna þau smit sem starfsfólk smitrakningarteymis hefur tengt saman. „Engin smit rakin í stöðvarnar“ Sundlaugar á landinu verða opnaðar á morgun samkvæmt heimild í reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var í gær. Líkamsræktarstöðvar þurfa áfram að hafa lokað til 12. janúar hið minnsta. Eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra. Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class, telur þá ákvörðun ólögmæta. „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað,“ sagði Björn ósáttur við Vísi í október og vísaði til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Alls hafa 5516 greinst smitaðir af Covid-19 hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. 9. desember 2020 13:43 „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. 9. desember 2020 13:43
„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06
Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18