Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2020 17:10 Héraðssaksóknari Reykjaness hefur ákært mennina þrjá fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi að gáleysi. Vísir/Vilhelm Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. Samkvæmt ákærunni hafði öryggisbúnaður á vinnuvél sem maðurinn starfaði við verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að Pawel Giniewicz klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar og dó í kjölfarið. Einn yfirmannanna, sem er verkstjóri hjá verksmiðjunni, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar er framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eru eigendur verksmiðjunnar, hafa verið ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Framkvæmdastjórinn er einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Fram kemur í ákærunni að einn ákærðu hafi miðvikudaginn 21. júlí 2017 gert öryggisbúnað frauðpressuvélar óvirkan vitandi það að starfsmenn Plastgerðarinnar fóru reglulega inn í vélina til þess að hreinsa hana og síðan gangsett vélina sem hafði verið stöðvuð án þess að gæta að því hvort einhver væri inni í vélinni. Maðurinn er sagður ekki hafa upplýst alla starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hafi verið óvirkjaður. Við gangsetningu hafi Pawel svo klemmst á milli móta vélarinnar og látist af áverkum sem hann hlaut við það. Pawel var pólskur og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og var hann 32 ára þegar hann dó. Móðir Pawels og bróðir hans hafa krafist þess að hinir ákærðu greiði þeim miska- og skaðabætur. Móðir Pawels hefur krafist 3.071.911 króna í miska- og skaðabætur ásamt vöxtum en bróðir hans 1,5 milljónar í miskabætur. Dómsmál Reykjanesbær Vinnuslys Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Samkvæmt ákærunni hafði öryggisbúnaður á vinnuvél sem maðurinn starfaði við verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að Pawel Giniewicz klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar og dó í kjölfarið. Einn yfirmannanna, sem er verkstjóri hjá verksmiðjunni, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar er framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eru eigendur verksmiðjunnar, hafa verið ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Framkvæmdastjórinn er einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Fram kemur í ákærunni að einn ákærðu hafi miðvikudaginn 21. júlí 2017 gert öryggisbúnað frauðpressuvélar óvirkan vitandi það að starfsmenn Plastgerðarinnar fóru reglulega inn í vélina til þess að hreinsa hana og síðan gangsett vélina sem hafði verið stöðvuð án þess að gæta að því hvort einhver væri inni í vélinni. Maðurinn er sagður ekki hafa upplýst alla starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hafi verið óvirkjaður. Við gangsetningu hafi Pawel svo klemmst á milli móta vélarinnar og látist af áverkum sem hann hlaut við það. Pawel var pólskur og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og var hann 32 ára þegar hann dó. Móðir Pawels og bróðir hans hafa krafist þess að hinir ákærðu greiði þeim miska- og skaðabætur. Móðir Pawels hefur krafist 3.071.911 króna í miska- og skaðabætur ásamt vöxtum en bróðir hans 1,5 milljónar í miskabætur.
Dómsmál Reykjanesbær Vinnuslys Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira