Fótbolti

Sara og stöllur í fínum málum eftir síðari hálf­leikinn í Tórínó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara og samherjar fagna jöfnunarmarkinu í Tórínó í dag.
Sara og samherjar fagna jöfnunarmarkinu í Tórínó í dag. Jonathan Moscrop/Getty Images

Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon eru í fínum málum eftir 3-2 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Liðin mættust á Ítalíu í kvöld og það voru heimastúlkur sem voru sterkari í fyrri hálfleik. Þær komust verðskuldað yfir á 16. mínútu með marki Lina Hurtig.

Lyon jafnaði metin á 30. mínútu er liðið fékk ódýra vítaspyrnu. Úr henni skoraði Wendie Renard en Kadeisha Buchanan varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 38. mínútu og koma Juventus aftur yfir.

Þaning stóðu leikar í hálfleik en Sara Björk fór af velli eftir 58 mínútur. Tíu mínútum síðar jafnaði Melvine Malard metin og allt jafnt.

Sigurmarkið skoraði hin japanska Saki Kumagai tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og lokatölur 2-3. Liðin mætast á nýjan leik í næstu viku, þá á heimavelli ríkjandi meistarana í Frakklandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×