Hvað gera „Mikaelélé“ og félagar gegn ensku meisturunum? Anton Ingi Leifsson skrifar 9. desember 2020 12:15 Mikael Anderson í leiknum gegn Atalanta í síðustu viku. Jonathan Moscrop/Getty Ensku meistararnir í Liverpool mæta dönsku meisturunum í FC Midtjylland á útivelli í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikið verður á MCH Arena í Herning. Það er ljóst fyrir leik kvöldsins að Liverpool endar í toppsæti riðilsins en Midtjylland endar í fjórða og síðasta sætinu. Þeir dönsku náðu í stig í síðustu umferð gegn Atalanta á meðan Liverpool vann Ajax. Íslendingurinn Mikael Anderson hefur ekki fengið mörg tækifæri í Meistaradeildinni til þessa en hann stimplaði sig inn og rúmlega það í síðustu umferð Meistaradeildarinnar gegn Atalanta. Mikael var settur á miðja miðjuna á útivelli gegn Atalanta í síðustu viku en hann hefur nær alla sína meistaraflokkstíð spilað sem vængmaður. Verkefnið leysti hann þó með mikilli sæmd. Frammistaða Sandgerðingsins var það öflug að Lasse Vibe, samherji hans hjá Midtjylland kallaði hann Mikaelélé eftir leikinn. Ekki slæmt hrós. Danski miðillin BT gaf honum einnig ansi góða einkunn í leikslok. Mikaelélé https://t.co/Yo1E03bKwP— Lasse Vibe (@LasseVibe) December 1, 2020 Fróðlegt verður að sjá í hvaða hlutverki Mikael verður í kvöld en reiknað er með að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hreyfi mikið við Liverpool liðinu og leyfi þeim leikmönnum sem spilað hafa minna, spreyta sig. Reiknað er þó með að einhverjir fastamenn verða í liðinu, til að mynda Jordan Henderson, en markvörðurinn, hinn írski Caoimhin Kelleher, verður að öllum líkindum áfram í markinu. Leikurinn skiptir líklega meira máli fyrir Midtjylland og þeirra fjárhag. Liðin fá veglega greiðslu fyrir jafntefli og sigur - og milljónirnar spila stærri þátt í bókhaldi danska liðsins en þess enska. MATCHDAY SIX Let's finish the group stage strongly, Reds #FCMLIV— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Leikur Midtjylland og Liverpool hefst klukkan 17.55 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Það er ljóst fyrir leik kvöldsins að Liverpool endar í toppsæti riðilsins en Midtjylland endar í fjórða og síðasta sætinu. Þeir dönsku náðu í stig í síðustu umferð gegn Atalanta á meðan Liverpool vann Ajax. Íslendingurinn Mikael Anderson hefur ekki fengið mörg tækifæri í Meistaradeildinni til þessa en hann stimplaði sig inn og rúmlega það í síðustu umferð Meistaradeildarinnar gegn Atalanta. Mikael var settur á miðja miðjuna á útivelli gegn Atalanta í síðustu viku en hann hefur nær alla sína meistaraflokkstíð spilað sem vængmaður. Verkefnið leysti hann þó með mikilli sæmd. Frammistaða Sandgerðingsins var það öflug að Lasse Vibe, samherji hans hjá Midtjylland kallaði hann Mikaelélé eftir leikinn. Ekki slæmt hrós. Danski miðillin BT gaf honum einnig ansi góða einkunn í leikslok. Mikaelélé https://t.co/Yo1E03bKwP— Lasse Vibe (@LasseVibe) December 1, 2020 Fróðlegt verður að sjá í hvaða hlutverki Mikael verður í kvöld en reiknað er með að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hreyfi mikið við Liverpool liðinu og leyfi þeim leikmönnum sem spilað hafa minna, spreyta sig. Reiknað er þó með að einhverjir fastamenn verða í liðinu, til að mynda Jordan Henderson, en markvörðurinn, hinn írski Caoimhin Kelleher, verður að öllum líkindum áfram í markinu. Leikurinn skiptir líklega meira máli fyrir Midtjylland og þeirra fjárhag. Liðin fá veglega greiðslu fyrir jafntefli og sigur - og milljónirnar spila stærri þátt í bókhaldi danska liðsins en þess enska. MATCHDAY SIX Let's finish the group stage strongly, Reds #FCMLIV— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Leikur Midtjylland og Liverpool hefst klukkan 17.55 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira