Erlent

Fimm látnir eftir þyrlu­slys í Frakk­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Umrædd þyrla var af gerðinni Eurocopter AS350 Ecureuil.
Umrædd þyrla var af gerðinni Eurocopter AS350 Ecureuil. EPA

Fimm fórust þegar þyrla hrapaði til jarðar nærri bænum Bonvillard í Savoja-héraði í frönsku Ölpunum í gær. Einn komst lífs af úr slysinu, en hann er á sjúkrahúsi og ástandið sagt alvarlegt.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði frá þessu í gær, en þyrlan hrapaði í um 1.800 metra hæð.

Um borð í þyrlunni var björgunarlið í æfingaferð í fjöllunum. Segja franskir fjölmiðlar að flugmanninum hafi tekist að skjóta sig úr þyrlunni og senda neyðarboð. Fótgangandi björgunarsveitarmönnum tókst að koma flugmanninum til byggða.

Þrjár þyrlur voru sendar á vettvang, en ekki hefur tókst að lenda nærri slysstaðnum vegna mikillar þoku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×