Zidane: Kæmi mér ekki á óvart ef ég yrði rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 12:30 Zinedine Zidane hefur þurft að horfa upp á mjög misjafna frammistöðu Real Madrid liðsins í Meistaradeildinni í vetur. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, þarf svo sannarlega á sigri að halda í Meistaradeildinni í kvöld enda bæði sæti í sextán liða úrslitum og mögulega starfið hans undir. Zinedine Zidane ræddi framtíð sína á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid og Borussia Mönchengladbach í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar en leikurinn fer fram í kvöld. Zidane er í hættu á að vera rekinn úr starfi eftir mjög dapurt gengi Real Madrid á leiktíðinni því auk þess að vera í stressi yfir framtíð liðsins í Meistaradeildinni þá er Real Madrid liðið einnig búið að tapa þremur leikjum í spænsku deildinni á leiktíðinni. Real Madrid coach Zinedine Zidane insisted he is not contemplating losing his job if his side fail to progress from the Champions League group stage. https://t.co/oWqUnIAsfv— Reuters Sports (@ReutersSports) December 8, 2020 Zidane var spurður á blaðamannafundinum í gær hvort að það kæmi á óvart ef hann þyrfti að taka pokanna sinn falli úrslitin ekki með Real Marid í kvöld. „Nei. Félagið mun gera það sem það þarf að gera eins og alltaf,“ sagði Zinedine Zidane. „Ég er ekki að hugsa um það. Ég er að hugsa um leikinn á morgun (í kvöld). Félagið mun taka sínar ákvarðanir eins og alltaf en ég er ekki að hugsa um það ef ég svara hreinskilnislega,“ sagði Zidane. Zinedine Zidane hefur stýrt Real Madrid þrisvar til sigurs í Meistaradeildinni (2016, 2017 og 2018) en liðið datt út fyrir Manchester City í sextán liða úrslitnum í haust. Zinedine Zidane has said it wouldn't surprise him if he was sacked should @realmadrid crash out of the #ChampionsLeague. They need to beat @borussia on Wednesday to qualify for the round of 16, or draw if Inter Milan beat Shakhtar Donetsk. https://t.co/YV3gr7v4xi #ESPNCaribbean pic.twitter.com/3vzUXLbUrK— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) December 8, 2020 Real Madrid vann spænska meistaratitilinn undir stjórn hans á síðustu leiktíð en í ár hefur liðið tapað fyrir liðum Cadiz, Valencia og Alaves í spænsku deildinni. Blaðamenn héldu áfram að spyrja Zinedine Zidane út í mögulegan brottrekstur og hvort að það yrði mjög sárt fyrir hann að vera rekinn í fyrsta sinn á ferlinum. „Nei. Fortíðin er að baki. Það mikilvæga er nútíðin og framtíðin. Það sem gerist mun bara gerast,“ sagði Zidane. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Zinedine Zidane ræddi framtíð sína á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid og Borussia Mönchengladbach í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar en leikurinn fer fram í kvöld. Zidane er í hættu á að vera rekinn úr starfi eftir mjög dapurt gengi Real Madrid á leiktíðinni því auk þess að vera í stressi yfir framtíð liðsins í Meistaradeildinni þá er Real Madrid liðið einnig búið að tapa þremur leikjum í spænsku deildinni á leiktíðinni. Real Madrid coach Zinedine Zidane insisted he is not contemplating losing his job if his side fail to progress from the Champions League group stage. https://t.co/oWqUnIAsfv— Reuters Sports (@ReutersSports) December 8, 2020 Zidane var spurður á blaðamannafundinum í gær hvort að það kæmi á óvart ef hann þyrfti að taka pokanna sinn falli úrslitin ekki með Real Marid í kvöld. „Nei. Félagið mun gera það sem það þarf að gera eins og alltaf,“ sagði Zinedine Zidane. „Ég er ekki að hugsa um það. Ég er að hugsa um leikinn á morgun (í kvöld). Félagið mun taka sínar ákvarðanir eins og alltaf en ég er ekki að hugsa um það ef ég svara hreinskilnislega,“ sagði Zidane. Zinedine Zidane hefur stýrt Real Madrid þrisvar til sigurs í Meistaradeildinni (2016, 2017 og 2018) en liðið datt út fyrir Manchester City í sextán liða úrslitnum í haust. Zinedine Zidane has said it wouldn't surprise him if he was sacked should @realmadrid crash out of the #ChampionsLeague. They need to beat @borussia on Wednesday to qualify for the round of 16, or draw if Inter Milan beat Shakhtar Donetsk. https://t.co/YV3gr7v4xi #ESPNCaribbean pic.twitter.com/3vzUXLbUrK— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) December 8, 2020 Real Madrid vann spænska meistaratitilinn undir stjórn hans á síðustu leiktíð en í ár hefur liðið tapað fyrir liðum Cadiz, Valencia og Alaves í spænsku deildinni. Blaðamenn héldu áfram að spyrja Zinedine Zidane út í mögulegan brottrekstur og hvort að það yrði mjög sárt fyrir hann að vera rekinn í fyrsta sinn á ferlinum. „Nei. Fortíðin er að baki. Það mikilvæga er nútíðin og framtíðin. Það sem gerist mun bara gerast,“ sagði Zidane. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira