Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2020 22:46 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. Biden sagði á blaðamannafundi í dag, þar sem hann kynnti teymið sem leiða mun baráttuna gegn veirunni þegar hann tekur við embætti, að ólíklegt væri að Bandaríkin muni sigrast á veirunni á fyrstu mánuðum hans í embætti. Hann vonist þó til að aðgerðir sem hann boði muni breyta stöðunni í samfélaginu. Í dag, þriðjudag, var skýrsla kynnt sem talin er að muni greiða veginn fyrir því að bóluefni Pfizer og BioNTech verði samþykkt til notkunar og dreift til Bandaríkjamanna. Meira en 15 milljón Bandaríkjamenn hafa smitast af veirunni og 285 þúsund látið lífið vegna hennar, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Ekkert annað ríki í heiminum hefur greint jafn mörg tilfelli eða séð jafn marga láta lífið vegna veirunnar. Mörg ríki Bandaríkjanna eru illa stödd vegna faraldursins og er sums staðar metfjöldi að greinast dag hvern og aldrei hafa jafn margir legið inni á sjúkrahúsum vegna veirunnar í sumum ríkjum. Sérfræðingar hafa kennt miklum ferðalögum Bandaríkjamanna vegna Þakkagjörðarhátíðarinnar um. Joe Biden tilkynnti í dag að hann hyggist tilnefna Xavier Becerra, ríkissaksóknara Kaliforníu, til embættis heilbrigðisráðherra. Þá muni hann tilnefna Rochelle Walensky til stöðu yfirmanns Heilsuverndarstofnunarinnar (e. Centers for Disease Control and Prevention). Þá mun Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, halda áfram störfum þegar Biden tekur við. Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Biden sagður ætla að tilnefna Becerra sem heilbrigðisráðherra Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst tilnefna Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, til að gegna embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. 7. desember 2020 07:42 Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46 Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Biden sagði á blaðamannafundi í dag, þar sem hann kynnti teymið sem leiða mun baráttuna gegn veirunni þegar hann tekur við embætti, að ólíklegt væri að Bandaríkin muni sigrast á veirunni á fyrstu mánuðum hans í embætti. Hann vonist þó til að aðgerðir sem hann boði muni breyta stöðunni í samfélaginu. Í dag, þriðjudag, var skýrsla kynnt sem talin er að muni greiða veginn fyrir því að bóluefni Pfizer og BioNTech verði samþykkt til notkunar og dreift til Bandaríkjamanna. Meira en 15 milljón Bandaríkjamenn hafa smitast af veirunni og 285 þúsund látið lífið vegna hennar, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Ekkert annað ríki í heiminum hefur greint jafn mörg tilfelli eða séð jafn marga láta lífið vegna veirunnar. Mörg ríki Bandaríkjanna eru illa stödd vegna faraldursins og er sums staðar metfjöldi að greinast dag hvern og aldrei hafa jafn margir legið inni á sjúkrahúsum vegna veirunnar í sumum ríkjum. Sérfræðingar hafa kennt miklum ferðalögum Bandaríkjamanna vegna Þakkagjörðarhátíðarinnar um. Joe Biden tilkynnti í dag að hann hyggist tilnefna Xavier Becerra, ríkissaksóknara Kaliforníu, til embættis heilbrigðisráðherra. Þá muni hann tilnefna Rochelle Walensky til stöðu yfirmanns Heilsuverndarstofnunarinnar (e. Centers for Disease Control and Prevention). Þá mun Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, halda áfram störfum þegar Biden tekur við.
Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Biden sagður ætla að tilnefna Becerra sem heilbrigðisráðherra Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst tilnefna Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, til að gegna embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. 7. desember 2020 07:42 Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46 Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Biden sagður ætla að tilnefna Becerra sem heilbrigðisráðherra Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst tilnefna Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, til að gegna embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. 7. desember 2020 07:42
Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46
Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent