Katar verður „með“ í undankeppni HM 2022 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2020 18:31 Katar mun halda HM 2022 þar sem sigurvegarinn mun lyfta bikarnum hér að ofan. Mótið hefst í nóvember og endar í desember. EPA-EFE/Kurt Schorrer Katar mun taka þátt í undankeppni HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar árið 2022. Þó landið sé staðsett í Asíu mun það taka þátt í undankeppni mótsins í Evrópu. Gengi Katar í undankeppninni mun þó ekki hafa nein áhrif á þátttökurétt landsins á HM þar sem það fær slíkan rétt sjálfkrafa sem gestgjafi mótsins. Hugmyndin er að Katar komi betur undirbúið inn í mótið eftir leiki gegn evrópskum mótherjum. Íþróttavefur Independent greindi frá. Þar segir einnig að Katar muni vera sett í einn af þeim riðlum sem innihalda fimm lið. Því geta Katar og Ísland ekki mæst í undankeppninni. EXCLUSIVE: Qatar to be involved in a Uefa qualifying group to ready themselves for 2022.One of the five-team groups to balance out, with Ireland's seen as most likelyhttps://t.co/FrY48lGymT— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 8, 2020 Talið er líklegast að Katar verði sett í A-riðil ásamt Portúgal, Serbíu, Írlandi, Lúxemborg og Aserbaísjan. A,B,C,D og E-riðlar eru allir með fimm liðum en heimildir Independent herma að er nær öruggt að Katar lendi í A-riðli. Knattspyrnusamband Asíu og Evrópu hafa setið við samningaborðið undanfarið og virðast nú hafa komist að niðurstöðu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Katar tekur þátt í álfukeppnum sem það er ekki hluti af. Til að mynda tók Katar þátt í Suður-Ameríkukeppninni [Copa America] árið 2019 og verður þar einnig er mótið fer fram á næsta ári. Stigin sem lið vinna sér inn gegn Katar verða að öllum líkindum ekki talin með í riðlakeppninni og er hugmyndin í stað þess sú að lönd spili „hálfgerðan“ mótsleik frekar en æfingaleik á þeim dögum sem þau eiga ekki leik í undankeppninni. Leikdagar undankeppninnar – einnig þeir sem innihalda Katar – verða tilkynntir af UEFA síðar í dag. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Riðill Íslands fyrir undankeppni HM 2022 er klár: Þýskaland og Rúmenía erfiðustu andstæðingarnir Ísland leikur í J-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu sem fram fer í Katar. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Rúmeníu, Norður-Makedóníu, Armeníu og Liechtenstein. 7. desember 2020 18:01 Guðni segir að Ísland stefni á annað efstu sætanna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir sambandið og íslenska landsliðið verða að stefna á annað efstu sætanna í undankeppni HM í knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali Guðna við íþróttavef mbl.is fyrr í kvöld. 7. desember 2020 21:36 „Ísland spilar ferskan og hraðan fótbolta“ Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að sínir menn séu sigurstranglegastir í J-riðli undankeppni HM 2022. Hann segir þó að ekki megi vanmeta lið Íslands. 8. desember 2020 13:01 Búið að draga í riðla fyrir undankeppni HM 2022 í Katar Búið er að draga í riðla fyrir undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Ísland leikur í J-riðli en fjöldi áhugaverðra leikja verða í undankeppninni. Hér að neðan má sjá alla riðlana. 7. desember 2020 18:15 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
Gengi Katar í undankeppninni mun þó ekki hafa nein áhrif á þátttökurétt landsins á HM þar sem það fær slíkan rétt sjálfkrafa sem gestgjafi mótsins. Hugmyndin er að Katar komi betur undirbúið inn í mótið eftir leiki gegn evrópskum mótherjum. Íþróttavefur Independent greindi frá. Þar segir einnig að Katar muni vera sett í einn af þeim riðlum sem innihalda fimm lið. Því geta Katar og Ísland ekki mæst í undankeppninni. EXCLUSIVE: Qatar to be involved in a Uefa qualifying group to ready themselves for 2022.One of the five-team groups to balance out, with Ireland's seen as most likelyhttps://t.co/FrY48lGymT— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 8, 2020 Talið er líklegast að Katar verði sett í A-riðil ásamt Portúgal, Serbíu, Írlandi, Lúxemborg og Aserbaísjan. A,B,C,D og E-riðlar eru allir með fimm liðum en heimildir Independent herma að er nær öruggt að Katar lendi í A-riðli. Knattspyrnusamband Asíu og Evrópu hafa setið við samningaborðið undanfarið og virðast nú hafa komist að niðurstöðu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Katar tekur þátt í álfukeppnum sem það er ekki hluti af. Til að mynda tók Katar þátt í Suður-Ameríkukeppninni [Copa America] árið 2019 og verður þar einnig er mótið fer fram á næsta ári. Stigin sem lið vinna sér inn gegn Katar verða að öllum líkindum ekki talin með í riðlakeppninni og er hugmyndin í stað þess sú að lönd spili „hálfgerðan“ mótsleik frekar en æfingaleik á þeim dögum sem þau eiga ekki leik í undankeppninni. Leikdagar undankeppninnar – einnig þeir sem innihalda Katar – verða tilkynntir af UEFA síðar í dag.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Riðill Íslands fyrir undankeppni HM 2022 er klár: Þýskaland og Rúmenía erfiðustu andstæðingarnir Ísland leikur í J-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu sem fram fer í Katar. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Rúmeníu, Norður-Makedóníu, Armeníu og Liechtenstein. 7. desember 2020 18:01 Guðni segir að Ísland stefni á annað efstu sætanna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir sambandið og íslenska landsliðið verða að stefna á annað efstu sætanna í undankeppni HM í knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali Guðna við íþróttavef mbl.is fyrr í kvöld. 7. desember 2020 21:36 „Ísland spilar ferskan og hraðan fótbolta“ Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að sínir menn séu sigurstranglegastir í J-riðli undankeppni HM 2022. Hann segir þó að ekki megi vanmeta lið Íslands. 8. desember 2020 13:01 Búið að draga í riðla fyrir undankeppni HM 2022 í Katar Búið er að draga í riðla fyrir undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Ísland leikur í J-riðli en fjöldi áhugaverðra leikja verða í undankeppninni. Hér að neðan má sjá alla riðlana. 7. desember 2020 18:15 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
Riðill Íslands fyrir undankeppni HM 2022 er klár: Þýskaland og Rúmenía erfiðustu andstæðingarnir Ísland leikur í J-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu sem fram fer í Katar. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Rúmeníu, Norður-Makedóníu, Armeníu og Liechtenstein. 7. desember 2020 18:01
Guðni segir að Ísland stefni á annað efstu sætanna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir sambandið og íslenska landsliðið verða að stefna á annað efstu sætanna í undankeppni HM í knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali Guðna við íþróttavef mbl.is fyrr í kvöld. 7. desember 2020 21:36
„Ísland spilar ferskan og hraðan fótbolta“ Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að sínir menn séu sigurstranglegastir í J-riðli undankeppni HM 2022. Hann segir þó að ekki megi vanmeta lið Íslands. 8. desember 2020 13:01
Búið að draga í riðla fyrir undankeppni HM 2022 í Katar Búið er að draga í riðla fyrir undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Ísland leikur í J-riðli en fjöldi áhugaverðra leikja verða í undankeppninni. Hér að neðan má sjá alla riðlana. 7. desember 2020 18:15