Katar verður „með“ í undankeppni HM 2022 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2020 18:31 Katar mun halda HM 2022 þar sem sigurvegarinn mun lyfta bikarnum hér að ofan. Mótið hefst í nóvember og endar í desember. EPA-EFE/Kurt Schorrer Katar mun taka þátt í undankeppni HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar árið 2022. Þó landið sé staðsett í Asíu mun það taka þátt í undankeppni mótsins í Evrópu. Gengi Katar í undankeppninni mun þó ekki hafa nein áhrif á þátttökurétt landsins á HM þar sem það fær slíkan rétt sjálfkrafa sem gestgjafi mótsins. Hugmyndin er að Katar komi betur undirbúið inn í mótið eftir leiki gegn evrópskum mótherjum. Íþróttavefur Independent greindi frá. Þar segir einnig að Katar muni vera sett í einn af þeim riðlum sem innihalda fimm lið. Því geta Katar og Ísland ekki mæst í undankeppninni. EXCLUSIVE: Qatar to be involved in a Uefa qualifying group to ready themselves for 2022.One of the five-team groups to balance out, with Ireland's seen as most likelyhttps://t.co/FrY48lGymT— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 8, 2020 Talið er líklegast að Katar verði sett í A-riðil ásamt Portúgal, Serbíu, Írlandi, Lúxemborg og Aserbaísjan. A,B,C,D og E-riðlar eru allir með fimm liðum en heimildir Independent herma að er nær öruggt að Katar lendi í A-riðli. Knattspyrnusamband Asíu og Evrópu hafa setið við samningaborðið undanfarið og virðast nú hafa komist að niðurstöðu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Katar tekur þátt í álfukeppnum sem það er ekki hluti af. Til að mynda tók Katar þátt í Suður-Ameríkukeppninni [Copa America] árið 2019 og verður þar einnig er mótið fer fram á næsta ári. Stigin sem lið vinna sér inn gegn Katar verða að öllum líkindum ekki talin með í riðlakeppninni og er hugmyndin í stað þess sú að lönd spili „hálfgerðan“ mótsleik frekar en æfingaleik á þeim dögum sem þau eiga ekki leik í undankeppninni. Leikdagar undankeppninnar – einnig þeir sem innihalda Katar – verða tilkynntir af UEFA síðar í dag. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Riðill Íslands fyrir undankeppni HM 2022 er klár: Þýskaland og Rúmenía erfiðustu andstæðingarnir Ísland leikur í J-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu sem fram fer í Katar. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Rúmeníu, Norður-Makedóníu, Armeníu og Liechtenstein. 7. desember 2020 18:01 Guðni segir að Ísland stefni á annað efstu sætanna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir sambandið og íslenska landsliðið verða að stefna á annað efstu sætanna í undankeppni HM í knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali Guðna við íþróttavef mbl.is fyrr í kvöld. 7. desember 2020 21:36 „Ísland spilar ferskan og hraðan fótbolta“ Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að sínir menn séu sigurstranglegastir í J-riðli undankeppni HM 2022. Hann segir þó að ekki megi vanmeta lið Íslands. 8. desember 2020 13:01 Búið að draga í riðla fyrir undankeppni HM 2022 í Katar Búið er að draga í riðla fyrir undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Ísland leikur í J-riðli en fjöldi áhugaverðra leikja verða í undankeppninni. Hér að neðan má sjá alla riðlana. 7. desember 2020 18:15 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Gengi Katar í undankeppninni mun þó ekki hafa nein áhrif á þátttökurétt landsins á HM þar sem það fær slíkan rétt sjálfkrafa sem gestgjafi mótsins. Hugmyndin er að Katar komi betur undirbúið inn í mótið eftir leiki gegn evrópskum mótherjum. Íþróttavefur Independent greindi frá. Þar segir einnig að Katar muni vera sett í einn af þeim riðlum sem innihalda fimm lið. Því geta Katar og Ísland ekki mæst í undankeppninni. EXCLUSIVE: Qatar to be involved in a Uefa qualifying group to ready themselves for 2022.One of the five-team groups to balance out, with Ireland's seen as most likelyhttps://t.co/FrY48lGymT— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 8, 2020 Talið er líklegast að Katar verði sett í A-riðil ásamt Portúgal, Serbíu, Írlandi, Lúxemborg og Aserbaísjan. A,B,C,D og E-riðlar eru allir með fimm liðum en heimildir Independent herma að er nær öruggt að Katar lendi í A-riðli. Knattspyrnusamband Asíu og Evrópu hafa setið við samningaborðið undanfarið og virðast nú hafa komist að niðurstöðu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Katar tekur þátt í álfukeppnum sem það er ekki hluti af. Til að mynda tók Katar þátt í Suður-Ameríkukeppninni [Copa America] árið 2019 og verður þar einnig er mótið fer fram á næsta ári. Stigin sem lið vinna sér inn gegn Katar verða að öllum líkindum ekki talin með í riðlakeppninni og er hugmyndin í stað þess sú að lönd spili „hálfgerðan“ mótsleik frekar en æfingaleik á þeim dögum sem þau eiga ekki leik í undankeppninni. Leikdagar undankeppninnar – einnig þeir sem innihalda Katar – verða tilkynntir af UEFA síðar í dag.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Riðill Íslands fyrir undankeppni HM 2022 er klár: Þýskaland og Rúmenía erfiðustu andstæðingarnir Ísland leikur í J-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu sem fram fer í Katar. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Rúmeníu, Norður-Makedóníu, Armeníu og Liechtenstein. 7. desember 2020 18:01 Guðni segir að Ísland stefni á annað efstu sætanna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir sambandið og íslenska landsliðið verða að stefna á annað efstu sætanna í undankeppni HM í knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali Guðna við íþróttavef mbl.is fyrr í kvöld. 7. desember 2020 21:36 „Ísland spilar ferskan og hraðan fótbolta“ Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að sínir menn séu sigurstranglegastir í J-riðli undankeppni HM 2022. Hann segir þó að ekki megi vanmeta lið Íslands. 8. desember 2020 13:01 Búið að draga í riðla fyrir undankeppni HM 2022 í Katar Búið er að draga í riðla fyrir undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Ísland leikur í J-riðli en fjöldi áhugaverðra leikja verða í undankeppninni. Hér að neðan má sjá alla riðlana. 7. desember 2020 18:15 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Riðill Íslands fyrir undankeppni HM 2022 er klár: Þýskaland og Rúmenía erfiðustu andstæðingarnir Ísland leikur í J-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu sem fram fer í Katar. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Rúmeníu, Norður-Makedóníu, Armeníu og Liechtenstein. 7. desember 2020 18:01
Guðni segir að Ísland stefni á annað efstu sætanna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir sambandið og íslenska landsliðið verða að stefna á annað efstu sætanna í undankeppni HM í knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali Guðna við íþróttavef mbl.is fyrr í kvöld. 7. desember 2020 21:36
„Ísland spilar ferskan og hraðan fótbolta“ Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að sínir menn séu sigurstranglegastir í J-riðli undankeppni HM 2022. Hann segir þó að ekki megi vanmeta lið Íslands. 8. desember 2020 13:01
Búið að draga í riðla fyrir undankeppni HM 2022 í Katar Búið er að draga í riðla fyrir undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Ísland leikur í J-riðli en fjöldi áhugaverðra leikja verða í undankeppninni. Hér að neðan má sjá alla riðlana. 7. desember 2020 18:15