Biður grænlensku börnin afsökunar Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2020 12:36 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sent þeim einstaklingum sem enn eru á lífi opið bréf. AP Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. Danska ríkisstjórnin og heimastjórn Grænlands kynntu í morgun skýrslu rannsóknarnefndar um málið. DR segir frá því að tilgangur þess að börnin hafi verið send til Danmerkur á sínum tíma hafi að sögn verið að skapa þeim betra líf, en eftir því sem árin liðu fór málið að snúast um að nýta börnin sem „brú“ milli Danmerkur og Grænlands með það að markmiði að það gæti nýst uppbyggingu og þróun á Grænlandi. Rannsóknin sneri meðal annars að aðdraganda tilraunarinnar, hvaða börn hafi orðið fyrir valinu, hverjar aðstæður og upplifun barnanna voru í Danmörku og Grænlandi og þær mannlegu afleiðingar sem tilraunin hafði á umrædd börn. „Ég hef fylgst með málinu í mörg ár og þeir miklu, mannlegu harmleikir sem þarna koma við sögu snerta mig enn mikið,“ sagði Frederiksen í morgun. Hún segir ljóst að hagsmunir barnanna hafi fengið að víkja. „Þau misstu tengslin við fjölskyldur sínar og ætt, lífssögu þeirra, til Grænlands og þar með til síns fólks. Við getum ekki breytt því. Þetta gerðist. En við getum axlað ábyrgð og beðið þá afsökunar sem við hefðum átt að passa upp á, en brugðumst,“ sagði danski forsætisráðherrann í dag. Frekeriksen hefur sent bréf til umræddra einstaklinga, en af þeim eru sex enn á lífi. Flest börnin sneru aftur til Grænlands eftir rúmt ár í Danmörku. Var mörgum þeirra komið fyrir á upptökuheimilum í Nuuk, en sex barnanna urðu eftir í Danmörku og ættleidd af dönskum fjölskyldum. Grænland Danmörk Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Danska ríkisstjórnin og heimastjórn Grænlands kynntu í morgun skýrslu rannsóknarnefndar um málið. DR segir frá því að tilgangur þess að börnin hafi verið send til Danmerkur á sínum tíma hafi að sögn verið að skapa þeim betra líf, en eftir því sem árin liðu fór málið að snúast um að nýta börnin sem „brú“ milli Danmerkur og Grænlands með það að markmiði að það gæti nýst uppbyggingu og þróun á Grænlandi. Rannsóknin sneri meðal annars að aðdraganda tilraunarinnar, hvaða börn hafi orðið fyrir valinu, hverjar aðstæður og upplifun barnanna voru í Danmörku og Grænlandi og þær mannlegu afleiðingar sem tilraunin hafði á umrædd börn. „Ég hef fylgst með málinu í mörg ár og þeir miklu, mannlegu harmleikir sem þarna koma við sögu snerta mig enn mikið,“ sagði Frederiksen í morgun. Hún segir ljóst að hagsmunir barnanna hafi fengið að víkja. „Þau misstu tengslin við fjölskyldur sínar og ætt, lífssögu þeirra, til Grænlands og þar með til síns fólks. Við getum ekki breytt því. Þetta gerðist. En við getum axlað ábyrgð og beðið þá afsökunar sem við hefðum átt að passa upp á, en brugðumst,“ sagði danski forsætisráðherrann í dag. Frekeriksen hefur sent bréf til umræddra einstaklinga, en af þeim eru sex enn á lífi. Flest börnin sneru aftur til Grænlands eftir rúmt ár í Danmörku. Var mörgum þeirra komið fyrir á upptökuheimilum í Nuuk, en sex barnanna urðu eftir í Danmörku og ættleidd af dönskum fjölskyldum.
Grænland Danmörk Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira